Litli snáðinn minn er 6 mánaða í dag. Já tíminn líður sko hratt. Hann er orðinn duglegur að fara upp á fjórar fætur.... ruggar sér þar og veit ekki alveg hvað hann á að gera næst. Svo er hann líka duglegur að borða, fær mat tvisvar sinnum á dag og brjóstamjólk þess á milli. Hann hefur hingað til borðað allt sem ég hef boðið honum - hefur matarlist pabba sins hehe ;) Búinn að fá kjöt og fisk, soðið grænmeti og ávexti og svo náttúrulega graut. Fannar er mjög ánægður í skólanum. Foreldrar voru hvattir til að sækja börnin snemma fyrstu vikuna þar sem börnin væru líklega mjög þreytt. Fannar hefur hins vegar ekki viljað fara snemma heim og hef ég þurft að semja aðeins við hann um hvenær ég sæki hann :) Mjög jákvætt. Það var rosa stuð í "kräftskivunni". Arnar og Helgi voru að langt fram eftir nóttu. Ég þurfti því miður að fara nokkuð snemma heim þar sem Viktor var hálfskelkaður í öllum látunum. Það er nefnilega siður við matarborðið að syngja söngva og vísur og skála svo.....