Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2005
Viktor hefur mikinn áhuga á Felix. Felix tekur þessari athygli með einstakri ró og leyfir drengnum aðeins að koma við sig :)
Bara sætur :)
Fannar á sinni fyrstu fótboltaæfingu.... já drengurinn er byrjaður í fótbolta og finnst alveg æðislega gaman. Það sést nú ekki vel í hann á þessari mynd en hann er þarna inni í miðjum hópnum :)
Viktor kominn í smá klípu hehe....
..... þetta var betra :)
Litli snáðinn minn er 6 mánaða í dag. Já tíminn líður sko hratt. Hann er orðinn duglegur að fara upp á fjórar fætur.... ruggar sér þar og veit ekki alveg hvað hann á að gera næst. Svo er hann líka duglegur að borða, fær mat tvisvar sinnum á dag og brjóstamjólk þess á milli. Hann hefur hingað til borðað allt sem ég hef boðið honum - hefur matarlist pabba sins hehe ;) Búinn að fá kjöt og fisk, soðið grænmeti og ávexti og svo náttúrulega graut. Fannar er mjög ánægður í skólanum. Foreldrar voru hvattir til að sækja börnin snemma fyrstu vikuna þar sem börnin væru líklega mjög þreytt. Fannar hefur hins vegar ekki viljað fara snemma heim og hef ég þurft að semja aðeins við hann um hvenær ég sæki hann :) Mjög jákvætt. Það var rosa stuð í "kräftskivunni". Arnar og Helgi voru að langt fram eftir nóttu. Ég þurfti því miður að fara nokkuð snemma heim þar sem Viktor var hálfskelkaður í öllum látunum. Það er nefnilega siður við matarborðið að syngja söngva og vísur og skála svo.....

smá myndasería

eins og þið sjáið á Viktor Snær mjög erfitt með að liggja kyrr í vagninum sínum :)
Arnar er í heimsókn hjá okkur núna
"hvað ertu að gera pabbi" ... gæti Viktor verið að hugsa :)
Fannar fékk þessa flottu derhúfu í skólanum
Fyrsti skóladagurinn :)
bræðurnir
Viktor í rúminu sínu að kíkja á okkur.... nú er búið að lækka rúmið enda kominn tími til!
Fórum í göngutúr í Hagaparken um síðustu helgi. Hér eru bræðurnir saman. Viktor er orðinn voða duglegur að sitja í vagninum sínum.
Fannar á mjög erfitt með að vera eðlilegur á myndum þessa dagana
Litli drengurinn minn er barasta orðinn 6 ára! Við héldum svaka afmælisveislu á laugardeginum fyrir afmælið hans. Veislan heppnaðist æðislega vel. Við vorum doldið óviss hvernig tækist að blanda saman þessum örfáu Svíum sem við þekkjum með öllum Íslendingunum en það var ekkert vandamál. Fannar var svolítið ringlaður í byrjun og talaði íslensku við sænsku strákana og fattaði ekkert hvers vegna þeir skildu ekkert.... en áður en við vissum af voru þeir allir farnir að leika sér á sænsku. Veislan byrjaði klukkan tvö og fóru þeir seinustu ekki fyrr en um sex leytið. Við vorum því mjög ánægð yfir hve fólk var rólegt og virtist njóta veitinganna og félagsskapsins vel. Nú er sumarfríið búið hjá Helga mínum en hann er búinn að vinna í eina viku eftir frí. Fannar hefur aðeins hitt Símon í vikunni... bæði farið heim til hans og svo hefur Símon líka komið yfir til okkar. Þeir byrja svo í skólanum á fimmtudaginn næsta. Við eigum eftir að græja smotterí fyrir skólann en að mestu er þetta nú komið. H...
Fannar í Astrid Lindgrens garðinum. Þetta var í algjöru uppáhaldi hjá Fannari og eyddum við miklum tíma við þessa braut.
ég í Astrid Lindgrens garðinum.... voðalega hef ég minnkað eitthvað...
Fannar og Helgi í den lilla, lilla staden í Astrid Lindgrens garðinum
í Söderköping við Götakanalen

ferðalagið

Komum heim úr ferðalaginu í gær. Gistum eina nótt í Vimmerby og eyddum tveimur dögum í Astrid Lindgrens garðinum. Garðurinn var alveg æðislegur og Fannar skemmti sér konunglega.... hann fékk algjörlega að ráða ferðinni og naut þess náttúrulega í botn. Við sáum nokkrar leiksýningar úr sögum Astrid Lindgrens og garðurinn er svo auðvitað byggður upp svo að börn geti leikið sér út um allt. Eftir Vimmerby keyrðum við 66 km. austur til Västervik en þar gistum við í eina nótt. Fallegur bær með mikið bátalíf. Á heimleiðinni stoppuðum við svo í Söderköping en í gegnum þann bæ rennur Götakanalen sem er um 190 km. langur og hefur yfir 40 skipaskurði. Við fengum okkur ís þar og fylgdumst með stórum flottum bátum fara í gegnum skipaskurð.... strákunum fannst það náttúrulega mjööög skemmtilegt ;) Á laugardaginn verður haldin hér heljarinnar afmælisveisla. Það verður því nóg að gera á morgun við undirbúning veislunnar.