Komum heim úr ferðalaginu í gær. Gistum eina nótt í Vimmerby og eyddum tveimur dögum í Astrid Lindgrens garðinum. Garðurinn var alveg æðislegur og Fannar skemmti sér konunglega.... hann fékk algjörlega að ráða ferðinni og naut þess náttúrulega í botn. Við sáum nokkrar leiksýningar úr sögum Astrid Lindgrens og garðurinn er svo auðvitað byggður upp svo að börn geti leikið sér út um allt. Eftir Vimmerby keyrðum við 66 km. austur til Västervik en þar gistum við í eina nótt. Fallegur bær með mikið bátalíf. Á heimleiðinni stoppuðum við svo í Söderköping en í gegnum þann bæ rennur Götakanalen sem er um 190 km. langur og hefur yfir 40 skipaskurði. Við fengum okkur ís þar og fylgdumst með stórum flottum bátum fara í gegnum skipaskurð.... strákunum fannst það náttúrulega mjööög skemmtilegt ;)
Á laugardaginn verður haldin hér heljarinnar afmælisveisla. Það verður því nóg að gera á morgun við undirbúning veislunnar.
Ummæli