Fara í aðalinnihald

Arnar er í heimsókn hjá okkur núna Posted by Picasa

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Heeiii við fengum aldrei að sitja úti með rauðvín í okkar heimsókn!!! :-( Kannski við þyrftum að koma aftur??? ;-)
Kv Munda
Sara sagði…
mig minnir nú að þú hafir fengið nóg af rauðvíni... enda alltaf sá hátturinn hjá okkur. Ef þig langar að drekka það úti þá verður þú bara að koma aftur - og það kannski yfir sumartímann (þú myndir alla vega njóta rauðvínsins betur úti á veröndinni þá hehe ;)
Nafnlaus sagði…
Sé að Bárður hefur fengið að fljóta með og notið sín :)
Skál, g.
Sara sagði…
já einmitt... og þar sem það var svo gott veður þá naut hann sín extra vel :) Bárður sagði okkur svo söguna af því hvernig hann varð til. Hann hafði nefnilega ekki sagt okkur hana, þar sem við vorum að hitta hann í fyrsta skipti.
Nafnlaus sagði…
Fékk nóg af rauðvíni enda var ég ekki að tala um það sko, heldur drykkjustaðinn ;-).
Langt síðan ég hef séð Bárð, hann fór alveg huldu höfði á Duran. Hann var með er það ekki Arnar?
KV Munda
Nafnlaus sagði…
Já en gaman Sara, þið voruð að hitta Bárð í fyrsta sinn. Við hin sáum hann nánast fæðast!!!
Nafnlaus sagði…
Þakka fyrir að sjá loks sól og sumaryl. Förunautur minn er stundum ekki nógu duglegur að viðra mig.

kveðja,

Bárður

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólaskapið komið Hér er búið að snjóa í alla nótt og snjóar enn..... þar að auki alveg blankalogn þannig að það getur eiginlega ekki orðið jólalegra. Fannar er nú þegar búinn að henda tveimur snjóboltum í mig og var planið hans í dag að búa til fleiri. Það verður örugglega rosa stuð hjá honum í leikskólanum í dag :) Þetta barn stækkar svo mikið að hann er löngu vaxinn upp úr snjóbuxunum sínum síðan í fyrra vetur.... þær ná honum næstum upp á miðja kálfa! Það er sem sagt kominn tími til að við foreldrarnir kaupum handa honum nýjar kuldabuxur svo hann sé nú almennilega klæddur drengurinn.... ekki seinna vænna nú þegar snjórinn er kominn. Helgi var á næturvakt í nótt. Fannar tilkynnti við kvöldmatarborðið í gær að það væri bara gott að pabbi sinn væri að fara að vinna. Hann veit nefnilega að hann fær að kúra hjá mömmu sinni þegar pabbi hans er á vakt (þó hann hafi ekki nefnt það í framhaldinu :o)
Aftur mætt á bloggið! Þá er Íslandsförinni lokið og ég hef nógan tíma til að sitja yfir þessu bloggi aftur. Það var nú mjög gott að koma heim aftur en þó líka doldið einmanalegt þegar ég fór með Fannar á leikskólann í gær..... aftur orðin ein! Edda vinkona er komin á fullt í vinnu þannig að það er ekki hægt að bögga hana lengur yfir daginn.... það er þó stutt í nýja fjölskyldumeðliminn þannig að það verður bráðum nóg að gera. Helgi er á fullu núna að pæla í bílakaupum.... ég kann ekkert á þessi mál þannig að hann grúskar einn í þessu - hann sýnir mér samt myndir bara svona til að fá samþykki mitt hehehe. Skilyrðin eru þó þau að við kaupum sjálfskiptan station bíl með loftkælingu. Erum með einn Opel Omega í sigtinu núna og fer hann líklega að skoða hann á morgunn.... spennandi! Það er strax búið að bóka gistipláss hjá okkur í febrúar.... endalaus gestagangur hjá okkur :) en það eru Raggi og Munda sem ætla að kíkja til okkar. Hlökkum að sjálfsögðu til að fá þau í heimsókn....
Ég fór og heimsótti Huddinge sjukhus í gær. Fékk að fylgja eftir íslenskum sjúkraþjálfara sem vinnur þar. Hún gaf mér upp góðar upplýsingar um hvernig ég þarf að bera mig að til að fá löggildingu hér í Svíþjóð og svo erum við Edda búnar að vesenast smá í þeim málum nú í dag. Frábær tilfinning að þessir hlutir séu komnir í gang. Af því að ég er nú að tala um sjúkraþjálfun þá vil ég óska sjúkraþjálfaranum og vinkonu minni - henni Rósu - innilega til hamingju með daginn .... ég veit að hún er tryggur lesandi þessarar síðu. Nú er akkúrat vika þangað til mamma, pabbi, Guðlaug og Svenni koma í heimsókn.... mikil tilhlökkun í gangi hér á þessu heimili Að öðru leyti er ég búin að vera alveg farlama af harðsperrum undanfarna tvo daga. Hef ekki getað gengið upp og niður tröppur án þess að að finna gríðarlega til... meira að segja átt erfitt með að setjast á klósettið!!!!!!