Nú erum við aftur orðin ein í kotinu. Heldur var það nú tómlegt eftir að amma og afi fóru. Það var rosalega gaman að fá þau í heimsókn og eins og alltaf líður tíminn svo óskaplega hratt þannig að mér fannst þau rétt vera komin þegar þau voru aftur farin. Á sunnudagskvöldið heimsóttu Siggi frændi og Kiddi okkur. Þeir voru hérna í Stokkhólmi til að vinna í nýja disknum sem Hjálmar eru að gefa út í október. Ferlega gaman að þeir skildu gefa sér tíma til að kíkja á okkur. Við fengum meira að segja að sjá þáttinn sem Hjálmar komu fram í á laugardagskvöldið - hljómsveit kvöldsins á RÚV - en þeir voru með hann á dvd. Rosalega flott tónlist og munum við pottþétt kaupa diskinn :oD
Annars er nú ósköp lítið að frétta af okkur. Viktor skríður hér um allt. Ég fór í dag og keypti leikgrind svo ég get sett hann einhvers staðar niður án þess að ég hafi áhyggjur af stigum, rafmagnssnúrum o.fl. Ekki var þetta nú vandamálið á Eggertsgötunni þegar Fannar var lítill..... kosturinn við að búa í lítilli íbúð hehe ;) Helgi vinnur alveg rosalega mikið um þessar mundir. Hann vinnur endalausa yfirvinnu og kemst aldrei heim á réttum tíma!! Ég er orðin þokkalega þreytt á þessu..... og hann reyndar líka :) Allt gengur vel hjá Fannari. Hann heldur áfram að koma ánægður heim úr skólanum. Hann fer stundum heim með Símon eftir skóla og núna í dag fékk Símon að koma með honum heim. Um helgar skiptist hann á að heimsækja Símon og Svante - tveir bestu vinirnir :)
Well, þarf að þjóta.... túrílúú
Annars er nú ósköp lítið að frétta af okkur. Viktor skríður hér um allt. Ég fór í dag og keypti leikgrind svo ég get sett hann einhvers staðar niður án þess að ég hafi áhyggjur af stigum, rafmagnssnúrum o.fl. Ekki var þetta nú vandamálið á Eggertsgötunni þegar Fannar var lítill..... kosturinn við að búa í lítilli íbúð hehe ;) Helgi vinnur alveg rosalega mikið um þessar mundir. Hann vinnur endalausa yfirvinnu og kemst aldrei heim á réttum tíma!! Ég er orðin þokkalega þreytt á þessu..... og hann reyndar líka :) Allt gengur vel hjá Fannari. Hann heldur áfram að koma ánægður heim úr skólanum. Hann fer stundum heim með Símon eftir skóla og núna í dag fékk Símon að koma með honum heim. Um helgar skiptist hann á að heimsækja Símon og Svante - tveir bestu vinirnir :)
Well, þarf að þjóta.... túrílúú
Ummæli
Úff hvað ég skil þig með þreytu og yfirvinnu, maður er bara eins og einstæð móðir.
Gott að Fannar er kátur í skólanum, Hreiðar og Steinunn eru líka mjög kát.
Kveðja Munda og co
kveðja,
Arnar Thor