Enn ein helgin framundan. Búið að bjóða okkur heim til Katrínar og Stefan að horfa á fótbolta á morgun. Þar verður víst eitthvað samsafn af fótboltaáhugamönnum og konum. Ég er nú ekki fræg fyrir að vera mikill aðdáandi fótbolta og veit ég ekki meira en að það er Svíþjóð sem er að keppa! Ég geri nú samt ráð fyrir að mæta með fjölskyldunni minni og reyna að sýna þessu nokkurn áhuga ;)
Litli snáðinn á heimilinu á sér nýjan uppáhaldsleik. Hann reynir að standa upp við alla hluti..... og er hann reyndar orðinn ansi klár við þá athöfn enda búinn að æfa sig stanslaust núna í 2-3 vikur. Þessu fylgir marblettir víðsvegar um líkamann og þá helst á höfðinu. Svo er kannski gaman að nefna það að hann er orðinn 8500 gr. og 72 cm. Stór strákur :)
Góða helgi
Litli snáðinn á heimilinu á sér nýjan uppáhaldsleik. Hann reynir að standa upp við alla hluti..... og er hann reyndar orðinn ansi klár við þá athöfn enda búinn að æfa sig stanslaust núna í 2-3 vikur. Þessu fylgir marblettir víðsvegar um líkamann og þá helst á höfðinu. Svo er kannski gaman að nefna það að hann er orðinn 8500 gr. og 72 cm. Stór strákur :)
Góða helgi

Ummæli
Hlakka rosa til að hitta strákana - hlakka líka pínu til að hitta þig og Helga ;)