Brrrr það er sko orðið kallt - spáir jafnvel snjó á morgun. Þegar Fannar heyrði það varð hann ofsa kátur :) Allt gott að frétta af okkur öllum. Viktor er aftur orðinn frískur - reyndar enn stútfullur af hori en hress og kátur þrátt fyrir það. Ég fór tvisvar í bío í síðustu viku. Sá Crash og In Her Shoes. Báðar mjög góðar.... en mjög ólíkar :) Á sunnudaginn hitti ég Eddu niðri í miðbæ. Ekta stelpuferð.... fórum í búðir og versluðum aðeins. Langt síðan að ég hef getað gert þetta (án þess að vera með strákana með mér) og skemmti ég mér alveg konunglega :) Mér finnst nefnilega nokkuð gaman að versla hehe :) Ég kemst yfirleitt í mikið verslunarstuð þegar líður að jólum.... gott eða slæmt hmmm ?? Enda þetta á að setja inn nokkrar myndir af strákunum.

Hvað ertu að bralla Viktor?

Sætir bræður

Ummæli
Ástarkveðja, litla sys
En kannski að ég lauma einni mynd inn svona bara fyrir þig litla sys :o*