Fannar er búinn að vera heima alla þessa viku í haustfríi. Við erum búin að hafa það voða notalegt. Við erum búin að kubba helling, baka brauð, fara í "kringluna" að versla kuldaskó og regngalla á Fannar, fara helling út að labba með Viktor og auðvitað líka leika helling við Viktor :) Fannar er svo rosalega góður við litla bróðir sinn og duglegur að passa hann ef ég þarf eldsnöggt að bregða mér frá. Núna segist hann ekki vilja fara í skólann á mánudaginn - vill fá að vera heima eina viku enn!!
Hápunktur vikunnar var þó tónleikar með Sigur Rós. Alveg æðislegir tónleikar. Helgi varð því miður að vera heima en ég fékk Guðrúnu til að fara með mér. Við hittum líka Eddu, Sjöfn, Lottu og dóttir hennar, Sigurð Yngva og Didda. Svo vildi svo skemmtilega til að Diddi er góður vinur Jónsa í Sigur Rós og var hann með "backstage" passa. Ég, Guðrún og Sigurður Yngvi fengum því að fljóta með og hitta hljómsveitina eftir tónleikana. Ekki slæmur endir á tónleikunum hehe ;)
Á mánudaginn fer ég með Eddu á tónleika með Coldplay.... ætli við fáum backstage passa þá??
Nokkrir hlutir eru planaðir um helgina. Fannar er boðinn í tvö afmæli á sunnudaginn.... og við fáum að fylgja með í annað þeirra :) Á morgun ætlum við aftur á móti að elda lambalæri sem við erum búin að spara lengi í frystinum :) Nammi namm, ég hlakka mikið til.
Góða helgi.
Hápunktur vikunnar var þó tónleikar með Sigur Rós. Alveg æðislegir tónleikar. Helgi varð því miður að vera heima en ég fékk Guðrúnu til að fara með mér. Við hittum líka Eddu, Sjöfn, Lottu og dóttir hennar, Sigurð Yngva og Didda. Svo vildi svo skemmtilega til að Diddi er góður vinur Jónsa í Sigur Rós og var hann með "backstage" passa. Ég, Guðrún og Sigurður Yngvi fengum því að fljóta með og hitta hljómsveitina eftir tónleikana. Ekki slæmur endir á tónleikunum hehe ;)
Á mánudaginn fer ég með Eddu á tónleika með Coldplay.... ætli við fáum backstage passa þá??
Nokkrir hlutir eru planaðir um helgina. Fannar er boðinn í tvö afmæli á sunnudaginn.... og við fáum að fylgja með í annað þeirra :) Á morgun ætlum við aftur á móti að elda lambalæri sem við erum búin að spara lengi í frystinum :) Nammi namm, ég hlakka mikið til.
Góða helgi.
Ummæli