Það voru "bara" 11 mínus gráður í morgun þegar við löbbuðum í skólann. Þó óskaplega fallegt úti. Allt á kafi í snjó og mjög jólalegt :) 2 1/2 vika í jólafrí og Íslandsför :)
Bekkurinn hans Fannars fer nú alla miðvikudaga á skauta - fóru í fyrsta skipti í gær. Það er rosa mikil skautahefð hér. Fannar fór í fyrsta skipti á skauta með leikskólanum sínum fyrir ári síðan - hann hefur því farið ansi oft á skauta síðan hann flutti hingað. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei séð drenginn á skautum (*roðn*) en hann segist sjálfur ekki detta mikið.
Felix hefur nú tekist að klóra Viktor tvisvar sinnum. Það kemur mér reyndar mjög á óvart að Viktor hafi ekki verið klóraður fyrr... og meir! Kötturinn ótrúlega þolinmóður. Viktor eltir kattargreyið út um all hús og rífur í hann og lemur. Og þetta hefur ekkert breyst þó að kötturinn sé búinn að meiða hann tvisvar!
Við erum nú að bíða eftir tveimur tönnum í efri góm hjá Viktori. Orðið ansi stutt í þær. Á sama tíma er Fannar með tvær lausar tennur í efri góm. Hver veit nema að hann verði tannlaus þegar við förum til Íslands.
Bekkurinn hans Fannars fer nú alla miðvikudaga á skauta - fóru í fyrsta skipti í gær. Það er rosa mikil skautahefð hér. Fannar fór í fyrsta skipti á skauta með leikskólanum sínum fyrir ári síðan - hann hefur því farið ansi oft á skauta síðan hann flutti hingað. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei séð drenginn á skautum (*roðn*) en hann segist sjálfur ekki detta mikið.
Felix hefur nú tekist að klóra Viktor tvisvar sinnum. Það kemur mér reyndar mjög á óvart að Viktor hafi ekki verið klóraður fyrr... og meir! Kötturinn ótrúlega þolinmóður. Viktor eltir kattargreyið út um all hús og rífur í hann og lemur. Og þetta hefur ekkert breyst þó að kötturinn sé búinn að meiða hann tvisvar!
Við erum nú að bíða eftir tveimur tönnum í efri góm hjá Viktori. Orðið ansi stutt í þær. Á sama tíma er Fannar með tvær lausar tennur í efri góm. Hver veit nema að hann verði tannlaus þegar við förum til Íslands.
Ummæli
Vooo hvað það er kalt hjá ykkur. Við bara sátt við okkar +3 núna ;-)
Hér bólar ekkert á fullorðinstönnum hjá Hreiðari og Steinunni, kannski það sett sé ekki til staðar???
Kv Munda
Kv.
Guðrún