Viktor orðinn kvefaður aftur.... vona að það verði ekkert meira en það! Eins gott að allir séu hraustir næstu tvær vikurnar ;)
Við erum komin vel á veg með jólainkaupin. Við fórum um helgina, öll fjölskyldan, og dressuðum Helga aðeins upp. Loksins fékk ég hann með mér..... kominn tími til. Hann gaf mér samt þau skilyrði að hann ætlaði EKKI að vera lengi að þessu og EKKI fara í margar búðir! Ég skil ekki hvers vegna honum finnst þetta svona leiðinlegt ;) Það vantar núna bara jólaföt á drengina og örfáar jólagjafir.
Um helgina erum við búin að bjóða Mårten og Maju í mat. Við ætlum að elda bleikju sem tengdó færðu okkur í sumar. Uppskriftin er ekki enn ákveðin en ég geri ráð fyrir að veraldarvefurinn geti hjálpað okkur eitthvað þar hehe. Við vorum fyrir löngu búin að ákveða að bjóða þeim í bleikjuna og loksins létum við verða af því. Þau koma með litlu tvíburana sína með sér, ég hef ekki enn séð þau.... bara þriggja mánaða kríli :)
Í lokin vil ég óska Guðrúnu, Vigni og Bjarka Þór innilega til hamingju með litla prinsinn sem kom í heiminn 25. nóv. Hlakka til að sjá ykkur :o*
Við erum komin vel á veg með jólainkaupin. Við fórum um helgina, öll fjölskyldan, og dressuðum Helga aðeins upp. Loksins fékk ég hann með mér..... kominn tími til. Hann gaf mér samt þau skilyrði að hann ætlaði EKKI að vera lengi að þessu og EKKI fara í margar búðir! Ég skil ekki hvers vegna honum finnst þetta svona leiðinlegt ;) Það vantar núna bara jólaföt á drengina og örfáar jólagjafir.
Um helgina erum við búin að bjóða Mårten og Maju í mat. Við ætlum að elda bleikju sem tengdó færðu okkur í sumar. Uppskriftin er ekki enn ákveðin en ég geri ráð fyrir að veraldarvefurinn geti hjálpað okkur eitthvað þar hehe. Við vorum fyrir löngu búin að ákveða að bjóða þeim í bleikjuna og loksins létum við verða af því. Þau koma með litlu tvíburana sína með sér, ég hef ekki enn séð þau.... bara þriggja mánaða kríli :)
Í lokin vil ég óska Guðrúnu, Vigni og Bjarka Þór innilega til hamingju með litla prinsinn sem kom í heiminn 25. nóv. Hlakka til að sjá ykkur :o*
Ummæli