Þá er partítröllið komið aftur til Stokkhólms. Ferðin til Köben var æðisleg en það er auðvitað alltaf gott að koma heim.... sértaklega þegar maður á þrjá flotta stráka sem bíða eftir manni :)
Ég var nú búin að plana lengi að fara til Köben en sagði systur minni ekkert um áformin. Ég var því búin að kaupa miða í tíma og var mjög spennt að sjá viðbrögðin hjá þeim. Svo tóku SAS flugmenn upp á því að fara í verkfall.... og auðvitað átti ég pantaðan miða hjá SAS!! Eftir að hafa verið í símanum í klukkutíma að reyna að ná sambandi við SAS (daginn sem ég átti að fljúga) fékk ég óvænt sæti í öðru flugi til Köben. Málið var bara að flugið átti að fara eftir rúman klukkutíma! Ég ákvað sem sagt að taka því tilboði. Í hendingskasti náði ég að klára að pakka og svo keyrði Helgi mig út á flugvöll..... allt tókst þetta og var ég komin til Guðlaugar og Svenna um tvö leytið á miðvikudaginn. Mamma og pabbi komu svo um kvöldið. Við eyddum dögunum í göngutúra um miðborgina, kíktum í "nokkrar" búðir, fórum á kaffihús, út að borða og elduðum líka góðan mat heima. Æðisleg ferð, takk fyrir mig Guðlaug og Svenni.
Eins og kannski einhverjir vita (alla vega þeir sem lesa síðuna hans Helga) þá erum við búin að útvega okkur nýtt húsnæði. Á þriðjudaginn fórum við að skoða raðhús í Snättringe - hverfi ekki svo langt frá Örby - og um kvöldið vorum við búin að ákveða að þetta myndi henta okkur prýðilega. Nú erum við búin að skrifa undir nýjan leigusamning og segja upp núverandi leigusamningi :) Já, þetta gerðist nokkuð hratt. Við fáum raðhúsið 1. mars en leigjum núverandi húsnæði til 1. apríl (tveggja mánaða uppsagnarfrestur). Við ættum því að hafa góðan tíma til að flytja :)
Jæja elskurnar, best að fara og gera eitthvað af viti. Hafið það gott.
Sara.
Ég var nú búin að plana lengi að fara til Köben en sagði systur minni ekkert um áformin. Ég var því búin að kaupa miða í tíma og var mjög spennt að sjá viðbrögðin hjá þeim. Svo tóku SAS flugmenn upp á því að fara í verkfall.... og auðvitað átti ég pantaðan miða hjá SAS!! Eftir að hafa verið í símanum í klukkutíma að reyna að ná sambandi við SAS (daginn sem ég átti að fljúga) fékk ég óvænt sæti í öðru flugi til Köben. Málið var bara að flugið átti að fara eftir rúman klukkutíma! Ég ákvað sem sagt að taka því tilboði. Í hendingskasti náði ég að klára að pakka og svo keyrði Helgi mig út á flugvöll..... allt tókst þetta og var ég komin til Guðlaugar og Svenna um tvö leytið á miðvikudaginn. Mamma og pabbi komu svo um kvöldið. Við eyddum dögunum í göngutúra um miðborgina, kíktum í "nokkrar" búðir, fórum á kaffihús, út að borða og elduðum líka góðan mat heima. Æðisleg ferð, takk fyrir mig Guðlaug og Svenni.
Eins og kannski einhverjir vita (alla vega þeir sem lesa síðuna hans Helga) þá erum við búin að útvega okkur nýtt húsnæði. Á þriðjudaginn fórum við að skoða raðhús í Snättringe - hverfi ekki svo langt frá Örby - og um kvöldið vorum við búin að ákveða að þetta myndi henta okkur prýðilega. Nú erum við búin að skrifa undir nýjan leigusamning og segja upp núverandi leigusamningi :) Já, þetta gerðist nokkuð hratt. Við fáum raðhúsið 1. mars en leigjum núverandi húsnæði til 1. apríl (tveggja mánaða uppsagnarfrestur). Við ættum því að hafa góðan tíma til að flytja :)
Jæja elskurnar, best að fara og gera eitthvað af viti. Hafið það gott.
Sara.
Ummæli