
Fannar í lopapeysu af pabba sínum. Geðveikt flottur. Myndin er tekin daginn sem við komum heim frá Íslandi. Það var svo geðveikislega kalt í húsinu og tók það næstum sólarhring að hitna almennilega. Brrrrr.

Viktor Snær fékk þetta tryllitæki í jólagjöf frá Gunnu ömmu og Hrein afa. Hann er nú farinn að labba út um allt með bílinn, bakkar sjálfur og snýr við. Svakalega duglegur. Hann er líka aðeins byrjaður að sleppa takinu þegar hann stendur. Jafnvægið þó ekki sérstaklega gott og dettur alltaf beint á rassinn í kjölfarið. Það er nú samt á hreinu að það er ekki svo langt í að drengurinn fari að labba sjálfur.
Ég er að fara út á lífið á laugardaginn. Í fyrsta sinn í .... jaa ég bara man ekki hve langan tíma. Væntingarnar eru í hámarki og ætla ég að skemmta mér mjööög vel :) Helgi fór með strákunum á djammið síðasta laugardag en nú er sem sagt komið að okkur stelpunum. Já og svo á ég barasta afmæli bráðum..... gaman gaman :oD
Ummæli
Flottir strákar sem þú átt. Langaði að kasta á þið kveðju
Friðrik www.sindri.tk
frændinn í Horsens
Til hamingju með daginn, njóttu hans nú vel.
Kær kveðja úr Kefló
Munda, Raggi og börn
Kveðja Magga og Gutti :D