Það er æðislegt að vera komin heim. Auðvitað saknar maður áfram allra heima á Íslandi en það er alltaf best að vera heima hjá sér :) Við komum í gær (föstudag), snjór og bjart veður og LOGN. Vorum öll úrvinda eftir ferðalagið.... Fannar sofnaði í sófanum klukkan 19 og svaf til 9 í morgun og Viktor svaf í 3,5 tíma eftir að við komum heim. Við vorum undirbúin því versta í flugvélinni. Áttum alveg eins von á að Viktor yrði mjög óhress en hann var það á leiðinni til Íslands. En hann var svona líka hress í vélinni þrátt fyrir að hafa sofið mjög lítið. Mikill léttir fyrir okkur öll.
Í dag skelltum við okkur á skauta. Þ.e.a.s. ég og Fannar. Helgi og Viktor léku sér saman á meðan.... Viktor fékk að skríða um á svellinu og í snjónum og hafði mestan áhuga á að sleikja snjóinn og klakann. Fannar er bara ansi góður á skauta. Dettur ótrúlega sjaldan og þegar hann dettur er það alltaf eitthvað svo mjúklega :) Ég var bara nokkuð klár á svellinu, kom sjálfri mér eiginlega á óvart. Átti von á að vera sífellt að missa jafnvægið en nei, ég massaði þetta alveg. Alveg ljóst að við gerum þetta oftar :) Svo er Fannar núna farinn að suða um á fara á skíði.... það er hægt að skíða í nokkrum brekkum hér í Stokkhólmi þannig að það ætti ekki að vera mikið mál.
Jólin búin, jólaskrautið komið niður í kassa og rútinan að byrja aftur. Fannar byrjar í skólanum á þriðjudaginn. Ég þarf að drullast til að setja saman CV og vera dugleg að nýta mér þann tíma sem Helgi er heima í feðraorlofi. Get samt ekki alveg farið að leita mér að vinnu strax þar sem Viktor er ekki enn kominn með leikskólapláss. Flutningur framundan og leit að nýju húsnæði. Það er því nóg framundan hjá okkur.
Hætti nú þessu blaðri og kveð í bili.
Í dag skelltum við okkur á skauta. Þ.e.a.s. ég og Fannar. Helgi og Viktor léku sér saman á meðan.... Viktor fékk að skríða um á svellinu og í snjónum og hafði mestan áhuga á að sleikja snjóinn og klakann. Fannar er bara ansi góður á skauta. Dettur ótrúlega sjaldan og þegar hann dettur er það alltaf eitthvað svo mjúklega :) Ég var bara nokkuð klár á svellinu, kom sjálfri mér eiginlega á óvart. Átti von á að vera sífellt að missa jafnvægið en nei, ég massaði þetta alveg. Alveg ljóst að við gerum þetta oftar :) Svo er Fannar núna farinn að suða um á fara á skíði.... það er hægt að skíða í nokkrum brekkum hér í Stokkhólmi þannig að það ætti ekki að vera mikið mál.
Jólin búin, jólaskrautið komið niður í kassa og rútinan að byrja aftur. Fannar byrjar í skólanum á þriðjudaginn. Ég þarf að drullast til að setja saman CV og vera dugleg að nýta mér þann tíma sem Helgi er heima í feðraorlofi. Get samt ekki alveg farið að leita mér að vinnu strax þar sem Viktor er ekki enn kominn með leikskólapláss. Flutningur framundan og leit að nýju húsnæði. Það er því nóg framundan hjá okkur.
Hætti nú þessu blaðri og kveð í bili.
Ummæli