Fara í aðalinnihald

glætan spætan

Dagurinn byrjaði ansi snemma hjá okkur í dag. Rétt fyrir hálf sjö í morgun vöknuðum við við furðulegan hávaða. Okkur leið eins og við værum stödd í miðjum þætti af Lost. Drunur sem hljómuðu um allt húsið.... eins og verið væri að berja steini í málmplötu. Mér fannst eins og hljóðið kæmu úr arninum en það heyrðist líka ansi vel á jarðhæðinni. Eftir að Helgi var búinn að ganga um allt húsið án þess að finna neitt, fór hann út og fann þar upptökin. Það var spæta að gogga í loftnetið hjá okkur...... hahaha. Við erum með olíupönnu á jarðhæðinni og gengur strompurinn upp gegnum húsið og er loftnetið einmitt þar við..... útskýrir því lætin í öllu húsinu :) Helgi náði að fæla spætuna í burtu með því að sprauta vatni á hana. Hún kom svo aftur tvisvar sinnum og fékk alltaf væna vatnsgusu á sig í kjölfarið.... held hún sé búin að gefast upp núna :)

Guðlaug og Svenni voru hjá okkur alla páskana.... alveg æðislega gaman. Við elduðum íslenskt lambalæri á páskadag og svo vorum við líka búin að útvega okkur páskaegg frá Nóa Síríus. Nammi namm. Fannar var fyrst að klára sitt egg áðan! .... Helgi skilur ekkert í drengnum og hótaði að henda því ef hann færi ekki að klára það ;)

Hér er annars sól og blíða. Spáir 10-15 stiga hita yfir helgina. Það er æðislegt að vorið sé loksins komið og allur gróður að springa út í hvelli. Sérfræðingar segja að út að því hvað vorið kemur seint mun allur gróður springa út á sama tíma og verður því sérstaklega mikið af frjókornum í loftinu.... ekki gott fyrir ofnæmissjúklinga eins og mig :(

Dagskráin yfir helgina er afmæli hjá Svante (Fannari bara boðið :), stelpupartý í kvöld og vorhreinsun í götunni á morgun og auðvitað að njóta veðursins á pallinum hehe. Góða helgi.

Ummæli

Guðlaug sagði…
Hahahahaha :D
Nafnlaus sagði…
vííí, hlakka rosalega til að koma til ykkar í maí :) sólin má sko ekki fara þegar við komum....

kveðja magga :D
Sara sagði…
Magga! Ég er búin að panta gott veður alla dagana sem þið verðið hjá okkur ;)
Nafnlaus sagði…
ég get ekki beðið sko.... :) það er allt hvítt hjá okkur núna og það er komið sumar..... ömurlegt.... en ég kem bráðum út í sólina til ykkar svo að ég ætla ekki að vera að kvarta :D

kveðja Magga

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)