Enn sem komið er hefur sumarfríið verið æðislegt. Það er svo hrikalega heitt hjá okkur að maður nennir varla að gera neitt. Við erum nú samt búin að gera eitthvað smá. Í gær tókum við ferju út í skerjagarðinn. Eyjan sem við fórum á heitir Sandhamn og er alveg æðislegur staður. Það er lítill bær á þessari eyju með æðislega flottum litlum húsum... mér leið eins og ég væri stödd í Astrid Lindgrens sögu :) Þar er einnig lítil baðströnd og auðvitað skelltum við okkur aðeins á hana.... enda alltaf mikil þörf á kælingu. Helgi fer aftur að vinna eftir rúma viku og ætlum við að nýta tímann þangað til og gera eitthvað meira skemmtilegt hér á Stokkhólmssvæðinu.
Í dag fórum við að skoða húsbíl sem við erum búin að taka á leigu. Eftir að hafa skoðað bílinn er ég bara orðin mjög spennt. Við ætlum að fara í viku 33..... já ég veit..... mjööög sænskt :) Það er sem sagt 12. - 19. ágúst. Búin að lofa Fannari að við munum heimsækja Legoland og stöndum við auðvitað við það :)
Helgi er á Depeche Mode tónleikum núna..... ég sit hérna heima og reyni að ímynda mér hvað það er gaman hjá honum. Risa tónleikar sem haldnir eru á Stadion... Þar sem strákarnir eru ekki enn komnir með barnapíu verðum við að skiptast á að fara á tónleika og ég fór víst síðast. Jiii hvað það er örugglega gaman hjá honum :)
Best að hafa þetta ekki lengra... hendurnar límast við lyklaborðið í hitanum.
Bless í bili :)
Í dag fórum við að skoða húsbíl sem við erum búin að taka á leigu. Eftir að hafa skoðað bílinn er ég bara orðin mjög spennt. Við ætlum að fara í viku 33..... já ég veit..... mjööög sænskt :) Það er sem sagt 12. - 19. ágúst. Búin að lofa Fannari að við munum heimsækja Legoland og stöndum við auðvitað við það :)
Helgi er á Depeche Mode tónleikum núna..... ég sit hérna heima og reyni að ímynda mér hvað það er gaman hjá honum. Risa tónleikar sem haldnir eru á Stadion... Þar sem strákarnir eru ekki enn komnir með barnapíu verðum við að skiptast á að fara á tónleika og ég fór víst síðast. Jiii hvað það er örugglega gaman hjá honum :)
Best að hafa þetta ekki lengra... hendurnar límast við lyklaborðið í hitanum.
Bless í bili :)
Ummæli
Meistarinn