Nú er ég komin 37 vikur..... það getur því allt gerst eftir viku. Ég er alveg sannfærð um að litla stelpan muni frekar koma fyrr en seinna. Viktor kom í heiminn í viku 39 og Fannar í viku 40. Ég er því ekki vön að vera að draga þetta eitthvað á langinn :) Viktor er enn í aðlögun á leikskólanum. Þetta gengur allt ljómandi vel. Það er svo fyndið að fara með hann. Hann langar að fara en samt langar hann ekki að fara.... skiljiði hehe. Hann mótmælir náttúrulega hástöfum þegar ég fer en það varir stutt samkvæmt leikskólakennaranum. Í dag fær hann að vera yfir hádegislúrinn líka.... það verður því spennandi að vita hvernig það gengur. Fannar er alltaf jafn ánægður í skólanum. Við erum að reyna að koma á rútínu á heimilinu varðandi heimalærdóminn..... á það til að gleymast fram á síðustu stundu sem er ekki gott fyrir hann. Hann er byrjaður að lesa og skrifa.... mjög duglegur og auðvitað ægilega stoltur af sjálfum sér líka :) Í síðustu viku var hlaupadagur í skólanum. Drengurinn hl...