Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá september, 2006
Nú er ég komin 37 vikur..... það getur því allt gerst eftir viku. Ég er alveg sannfærð um að litla stelpan muni frekar koma fyrr en seinna. Viktor kom í heiminn í viku 39 og Fannar í viku 40. Ég er því ekki vön að vera að draga þetta eitthvað á langinn :) Viktor er enn í aðlögun á leikskólanum. Þetta gengur allt ljómandi vel. Það er svo fyndið að fara með hann. Hann langar að fara en samt langar hann ekki að fara.... skiljiði hehe. Hann mótmælir náttúrulega hástöfum þegar ég fer en það varir stutt samkvæmt leikskólakennaranum. Í dag fær hann að vera yfir hádegislúrinn líka.... það verður því spennandi að vita hvernig það gengur. Fannar er alltaf jafn ánægður í skólanum. Við erum að reyna að koma á rútínu á heimilinu varðandi heimalærdóminn..... á það til að gleymast fram á síðustu stundu sem er ekki gott fyrir hann. Hann er byrjaður að lesa og skrifa.... mjög duglegur og auðvitað ægilega stoltur af sjálfum sér líka :) Í síðustu viku var hlaupadagur í skólanum. Drengurinn hl...

aðlögun og gestagangur

Viktor er byrjaður í aðlögun á nýja leikskólanum sínum, Klockspelet . Ég sit heima núna og veit ekkert hvað ég á að gera....... þá er náttúrulega alltaf gott að blogga ;) Þetta er annar dagurinn sem ég skil hann einan eftir..... skrýtin tilfinning. Hann var einn í hálftíma í gær en í dag á hann að fá að borða hádegismat með krökkunum. Hann mótmælir hástöfum þegar ég fer...... var voðalega lítill í sér þegar ég kom tilbaka í gær, ég vona að það gangi betur í dag. Það er búið að vera gestagangur hjá okkur undanfarnar tvær vikurnar. Í síðustu viku var Guðrún vinkona mín úr háskólanum og yngri sonur hennar, Eiður Orri, hjá okkur. Þau stoppuðu í heila viku. Það var gjörsamlega frábært að fá hana í heimsókn.... vona að hún komi sem fyrst aftur. Ekta stelpufrí.... búðaráp, kaffihús, vídeókvöld..... Til að fullkomna þetta allt saman komu líka 6 aðrar vinkonur mínar úr deildinni. Þær voru hérna yfir eina helgi og gistu á hóteli (enda ekki alveg svooo mikið pláss hjá okkur). Það var þv...