Fara í aðalinnihald

aðlögun og gestagangur

Viktor er byrjaður í aðlögun á nýja leikskólanum sínum, Klockspelet. Ég sit heima núna og veit ekkert hvað ég á að gera....... þá er náttúrulega alltaf gott að blogga ;) Þetta er annar dagurinn sem ég skil hann einan eftir..... skrýtin tilfinning. Hann var einn í hálftíma í gær en í dag á hann að fá að borða hádegismat með krökkunum. Hann mótmælir hástöfum þegar ég fer...... var voðalega lítill í sér þegar ég kom tilbaka í gær, ég vona að það gangi betur í dag.

Það er búið að vera gestagangur hjá okkur undanfarnar tvær vikurnar. Í síðustu viku var Guðrún vinkona mín úr háskólanum og yngri sonur hennar, Eiður Orri, hjá okkur. Þau stoppuðu í heila viku. Það var gjörsamlega frábært að fá hana í heimsókn.... vona að hún komi sem fyrst aftur. Ekta stelpufrí.... búðaráp, kaffihús, vídeókvöld.....
Til að fullkomna þetta allt saman komu líka 6 aðrar vinkonur mínar úr deildinni. Þær voru hérna yfir eina helgi og gistu á hóteli (enda ekki alveg svooo mikið pláss hjá okkur). Það var því mikið flakk á mér í síðustu viku. Einnig var haldinn ekta saumaklúbbur hérna á Restavägen. Vantaði bara eina úr deildinni en hún býr í Kanada svo hún er löglega afsökuð :)

Á mánudaginn síðasta kom svo Nonni keyrandi frá Danmörku á ofurbílnum sínum. Hann er búinn að vera hjá okkur alla vikuna. Ég er orðin svo góðu vön að hafa einhvern gest í húsinu að það á eftir að verða voða tómlegt þegar hann fer. Ég bind þó miklar vonir við að það komi einhver í heimsókn fljótlega eftir að litla kúlustelpan lítur dagsins ljós. Ég geri mér þó grein fyrir að enginn er að koma til að hitta mig, en ég mun þó njóta góðs af því hehe ;)

Guðrún og Eiður Orri

Við stelpurnar við eldhússtörfin :)

Á veitingastað í Kungsträdgården. Hildur, Ása, Dagbjört og Thelma

Rósa, Anna Hulda, Guðrún og Eiður Orri

Viktor töffari.... mynd sérstaklega ætluð Ernu ömmu :)

Fannar lubbi ;) Já ég veit, það er kannski kominn tími á klippingu hehe

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Vá gaman að sjá svona flottar myndir.
Viktor verður sáttur á leikskólanum, tekur bara smá tíma, þeir eru svona þessir strákar!!!
Fannar er bara flottur töffari með allt þetta hár :-)
Og þú alltaf jafn flott með kúlu, ferð þér vel. Spuring um að gera þetta reglulega?? hehe.
kv Munda og co
Guðlaug sagði…
Vá hvað Viktor er orðinn mikill töffari - kominn í Henson-galla og allar græjur, algjör leikskólagaur ;)
Og Fannar verður alltaf sænskari og sænskari. Hef aðeins fylgst með sænska Idolinu og sé þar að Fannar fylgir greinilega hártískunni í Svíþjóð. Orðinn svo stór strákurinn.

Love, Guðlaug

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)