Viktor er byrjaður í aðlögun á nýja leikskólanum sínum, Klockspelet. Ég sit heima núna og veit ekkert hvað ég á að gera....... þá er náttúrulega alltaf gott að blogga ;) Þetta er annar dagurinn sem ég skil hann einan eftir..... skrýtin tilfinning. Hann var einn í hálftíma í gær en í dag á hann að fá að borða hádegismat með krökkunum. Hann mótmælir hástöfum þegar ég fer...... var voðalega lítill í sér þegar ég kom tilbaka í gær, ég vona að það gangi betur í dag.
Það er búið að vera gestagangur hjá okkur undanfarnar tvær vikurnar. Í síðustu viku var Guðrún vinkona mín úr háskólanum og yngri sonur hennar, Eiður Orri, hjá okkur. Þau stoppuðu í heila viku. Það var gjörsamlega frábært að fá hana í heimsókn.... vona að hún komi sem fyrst aftur. Ekta stelpufrí.... búðaráp, kaffihús, vídeókvöld.....
Til að fullkomna þetta allt saman komu líka 6 aðrar vinkonur mínar úr deildinni. Þær voru hérna yfir eina helgi og gistu á hóteli (enda ekki alveg svooo mikið pláss hjá okkur). Það var því mikið flakk á mér í síðustu viku. Einnig var haldinn ekta saumaklúbbur hérna á Restavägen. Vantaði bara eina úr deildinni en hún býr í Kanada svo hún er löglega afsökuð :)
Á mánudaginn síðasta kom svo Nonni keyrandi frá Danmörku á ofurbílnum sínum. Hann er búinn að vera hjá okkur alla vikuna. Ég er orðin svo góðu vön að hafa einhvern gest í húsinu að það á eftir að verða voða tómlegt þegar hann fer. Ég bind þó miklar vonir við að það komi einhver í heimsókn fljótlega eftir að litla kúlustelpan lítur dagsins ljós. Ég geri mér þó grein fyrir að enginn er að koma til að hitta mig, en ég mun þó njóta góðs af því hehe ;)
Það er búið að vera gestagangur hjá okkur undanfarnar tvær vikurnar. Í síðustu viku var Guðrún vinkona mín úr háskólanum og yngri sonur hennar, Eiður Orri, hjá okkur. Þau stoppuðu í heila viku. Það var gjörsamlega frábært að fá hana í heimsókn.... vona að hún komi sem fyrst aftur. Ekta stelpufrí.... búðaráp, kaffihús, vídeókvöld.....
Til að fullkomna þetta allt saman komu líka 6 aðrar vinkonur mínar úr deildinni. Þær voru hérna yfir eina helgi og gistu á hóteli (enda ekki alveg svooo mikið pláss hjá okkur). Það var því mikið flakk á mér í síðustu viku. Einnig var haldinn ekta saumaklúbbur hérna á Restavägen. Vantaði bara eina úr deildinni en hún býr í Kanada svo hún er löglega afsökuð :)
Á mánudaginn síðasta kom svo Nonni keyrandi frá Danmörku á ofurbílnum sínum. Hann er búinn að vera hjá okkur alla vikuna. Ég er orðin svo góðu vön að hafa einhvern gest í húsinu að það á eftir að verða voða tómlegt þegar hann fer. Ég bind þó miklar vonir við að það komi einhver í heimsókn fljótlega eftir að litla kúlustelpan lítur dagsins ljós. Ég geri mér þó grein fyrir að enginn er að koma til að hitta mig, en ég mun þó njóta góðs af því hehe ;)
Ummæli
Viktor verður sáttur á leikskólanum, tekur bara smá tíma, þeir eru svona þessir strákar!!!
Fannar er bara flottur töffari með allt þetta hár :-)
Og þú alltaf jafn flott með kúlu, ferð þér vel. Spuring um að gera þetta reglulega?? hehe.
kv Munda og co
Og Fannar verður alltaf sænskari og sænskari. Hef aðeins fylgst með sænska Idolinu og sé þar að Fannar fylgir greinilega hártískunni í Svíþjóð. Orðinn svo stór strákurinn.
Love, Guðlaug