
Sandra Ósk er orðin 5 vikna. Þrátt fyrir að vera lítil er hún búin að næla sér í fyrsta kvefið. Helgi og Viktor eru líka með sömu einkenni. Sandra veiktist í gær en Viktor er búinn að vera með hor í nös í þó nokkurn tíma. Þetta truflar hann ekki eins mikið og systur sína. Hún þreytist fljótt þegar hún er að drekka og drekkur því oftar yfir daginn. Í gær svaf hún bókstaflega allan daginn. Við vonum bara að hún hafi ekki nælt sér í RS.
Ég er búin með innsláttarvinnuna í bili. Fæ líklega meira að gera í byrjun desember. Þetta hentar mér vel. Fæ smá pening í vasann og ræð mér algjörlega sjálf.
Verð víst að þjóta. Sandra er vöknuð og vill fá sopann sinn.
Ummæli
kv Munda
Sakna ykkar svooooo mikið... langar helst að skreppa aðeins og knúsa ykkur - en ok, kem eftir rúman mánuð ;o)
Vona að öllum gangi vel að losna við kvefið :) :)
Ha? Snjóar svooooona snemma hjá ykkur?????
Kær kveðja,
Gróa.