Fara í aðalinnihald

Gleðilegt nýtt ár

Jiii hvað maður er eitthvað lélegur við þetta!! GLEÐILEGA HÁTÍÐ OG GOTT NÝTT ÁR :) Við erum búin að hafa það rosa gott. Æðislegt að fá mömmu, pabba, Guðlaugu og Svenna í heimsókn.... og auðvitað mjööög tómlegt þegar þau fóru öll 30. des. Áramótin eyddum við með vinum okkar hér í Stokkhólmi. Mjög flott partý í Älvsjö. Tveir risa kalkúnar, forréttur og eftirréttur.... allt saman hrikalega flott og gott, mikill glamúr yfir öllu saman. Við gáfumst þó snemma upp og drifum okkur heim með krakkaskarann strax eftir miðnætti. Viktor og Sandra voru þá enn vakandi.... komum heim, háttuðum Viktor og Söndru og lögðumst í sófann og horfðum á hringadrottinssögu með Fannari. Honum fannst það æði og var mjög stoltur yfir því hversu lengi hann fékk að vaka ;) (og svo er nú gott að fá smá "quality time" með mömmu og pabba).

Nú er rútínan að byrja aftur. Viktor fór á leikskólann í dag og Fannar fær að fara á fritid á morgun (skólinn byrjar ekki fyrr enn 8. jan. hjá honum). Við eigum enn hangikjöt í frystinum og ætlum við að borða það á þrettándanum með ora baunum og íslensku jólaöli (jólin ekki alveg búin :)

Áramótakveðja til ykkar allra,
Sara og fylgifiskarnir.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hæ Sara mín. Og gleðilegt nýtt ár.
Hér er allt gott - eins og venjulega he he.
Krakkarnir byrjuðu í skólanum í morgun og ég fer að kenna í fyrramálið (kenni ekki á fimmtudögum !!)

Vertu dugleg að skrifa og setja inn myndir .) það er svo gaman fyrir okkur að sjá ykkur :)

Kær kveðja,
Gróa.
Nafnlaus sagði…
Hæ skvís og Gleðilegt ár.

Kveðja

Badda og co
Nafnlaus sagði…
Já og skilaðu kveðju til fjölskyldunnar þinnar :o)

Kveðja
Badda
Nafnlaus sagði…
Gleðilegt ár elsku frænka og STÓR fjölskylda :D

Vonandi fáum við að sjá ykkur öll á nýja árinu.

Bestu kveðjur
María Júlía og já hmmmm STÓR fjölskyldan......
Nafnlaus sagði…
Hæ elsku Sara mín og gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Var einmitt að líta yfir myndir af hittingnum okkar fyrir ári síðan, sakna þess að sjá ykkur, get ekki beðið eftir að knúsa prinsessuna. Vonandi hafið þið það gott elskurnar, héðan er allt gott. Börnin voru ekki alveg að höndla jólin en þau náðu sér á jörðina milli jóla og nýárs. Maður er að reyna að rífa sig upp úr sukkinu...:O) Bið að heilsa
luv Hildur Kristín
Sara sagði…
Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar stúlkur.... gaman að fá nokkur komment svona af og til... smá staðfesting á að það er einhver sem kíkir öðru hvoru :)

Knús knús,
Sara

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)