Jiii hvað maður er eitthvað lélegur við þetta!! GLEÐILEGA HÁTÍÐ OG GOTT NÝTT ÁR :) Við erum búin að hafa það rosa gott. Æðislegt að fá mömmu, pabba, Guðlaugu og Svenna í heimsókn.... og auðvitað mjööög tómlegt þegar þau fóru öll 30. des. Áramótin eyddum við með vinum okkar hér í Stokkhólmi. Mjög flott partý í Älvsjö. Tveir risa kalkúnar, forréttur og eftirréttur.... allt saman hrikalega flott og gott, mikill glamúr yfir öllu saman. Við gáfumst þó snemma upp og drifum okkur heim með krakkaskarann strax eftir miðnætti. Viktor og Sandra voru þá enn vakandi.... komum heim, háttuðum Viktor og Söndru og lögðumst í sófann og horfðum á hringadrottinssögu með Fannari. Honum fannst það æði og var mjög stoltur yfir því hversu lengi hann fékk að vaka ;) (og svo er nú gott að fá smá "quality time" með mömmu og pabba).
Nú er rútínan að byrja aftur. Viktor fór á leikskólann í dag og Fannar fær að fara á fritid á morgun (skólinn byrjar ekki fyrr enn 8. jan. hjá honum). Við eigum enn hangikjöt í frystinum og ætlum við að borða það á þrettándanum með ora baunum og íslensku jólaöli (jólin ekki alveg búin :)
Áramótakveðja til ykkar allra,
Sara og fylgifiskarnir.
Nú er rútínan að byrja aftur. Viktor fór á leikskólann í dag og Fannar fær að fara á fritid á morgun (skólinn byrjar ekki fyrr enn 8. jan. hjá honum). Við eigum enn hangikjöt í frystinum og ætlum við að borða það á þrettándanum með ora baunum og íslensku jólaöli (jólin ekki alveg búin :)
Áramótakveðja til ykkar allra,
Sara og fylgifiskarnir.
Ummæli
Hér er allt gott - eins og venjulega he he.
Krakkarnir byrjuðu í skólanum í morgun og ég fer að kenna í fyrramálið (kenni ekki á fimmtudögum !!)
Vertu dugleg að skrifa og setja inn myndir .) það er svo gaman fyrir okkur að sjá ykkur :)
Kær kveðja,
Gróa.
Kveðja
Badda og co
Kveðja
Badda
Vonandi fáum við að sjá ykkur öll á nýja árinu.
Bestu kveðjur
María Júlía og já hmmmm STÓR fjölskyldan......
luv Hildur Kristín
Knús knús,
Sara