Sumarið er komið til okkar í öllu sínu veldi eins og þið sjáið á myndunum. Síðan síðast höfum við Helgi afrekað að fara til London..... barnlaus!! Helgi er búinn að skrifa aðeins um þá ferð og setti líka inn myndir þannig að þið lesið það bara á síðunni hans.
Helgi vinnur eins og brjálæðingur þessa dagana þannig að það er nóg að gera hjá mér og krökkunum. Við reynum þó að gera eitthvað skemmtilegt um helgar þegar við erum öll saman.
Finnum okkur ný svæði sem við höfum aldrei komið á og fáum okkur göngutúr og ekki spillir ef við rekumst á kaffihús og fáum okkur kaffi eða ís :)

Sandra stækkar og stækkar. Hún er nú orðin 8 mánaða. Skríður um allt, stendur upp og prílar. Hún er meira að segja farin að príla í tröppunum. Komst upp í aðra tröppu um daginn.... og var ekki lengi að því!!

Litla snúllan er alltaf svo brosmild og geðgóð..... minnir mjög á stóra stóra bróður. Það er búið að vera frekar heitt undanfarið og reynir maður alltaf að halda henni í skugganum. Það gengur aftur á móti misvel því litla skvísan stoppar ekki lengi við á einum stað :)
Litli Viktor reynir enn að stjórna heimilinu eftir sínu höfði.... með misgóðum árangri! Litli sjarmörinn er mjöööög þrjóskur (sjálfum sér til góðs og ills!) og þessa dagana kann hann bara að segja NEI. Hann... og við.... erum mjög ánægð með leikskólann. Við fórum um daginn í dagsferð með leikskólanum til Eskilstuna og heimsóttum dýragarð/tívoli. Mjög vel heppnuð ferð. Nú er verið að plana ferð til Finnlands með ferju í ágúst. Stefnan er að fara og skoða Múmindalinn. Við erum að spá í að skella okkur með.... verður örugglega mjög gaman.
Guðlaug systir kom í óvænta heimsókn (bókstaflega) um síðustu helgi. Virkilega gaman og notalegt að fá hana til okkar. Þar að auki vorum við svo heppin með veður að við vorum úti á palli alla helgina (í 30 stiga hita). Borðuðum bara morgunmat inni :)
.... og auðvitað verður maður að kæla sig í svona miklum hita :) Meira að segja Sandra vildi fá að vera í kalda vatninu.
Best að slútta þessu í bili.... þar til næst,
Sara
Helgi vinnur eins og brjálæðingur þessa dagana þannig að það er nóg að gera hjá mér og krökkunum. Við reynum þó að gera eitthvað skemmtilegt um helgar þegar við erum öll saman.
Best að slútta þessu í bili.... þar til næst,
Sara
Ummæli
Hlakka til að sjá ykkur í júlí.
Kveðja,
mútta
Takk fyrir mig, elsku STÓRA sænska fjölskyldan mín. Þið eruð æði :o*
Flottar myndir af krökkunum og líka þér ;-)
Hlökkum til að hitta ykkur á Íslandi og SJÁ Söndru.
kv Munda og fjöls.
Gutti og Magga