Nú eru meira en þrjár vikur síðan gifsið var tekið og Viktor er enn haltur. Hann er ekki farinn að hlaupa enn, en það styttist i það. Þetta hefur tekið miklu lengri tíma en við áttum von á. Við héldum eiginlega að hann myndi labba út af spítalanum hehe!! Alla fyrstu vikuna gekk hann ekki neitt.... en svo fóru hlutirnir smám saman að gerast. Núna er litli maðurinn heima með ælupest. Ældi helling í gær en hefur ekkert ælt í nótt eða í dag...... vona að þetta sé búið.
Kjarri og Sveina koma til Stokkhólms á morgun. Við ætlum að reyna að hitta þau eitthvað. Við erum bara svo rosa bisí þessa dagana. Komið að okkur að þrífa leikskólann aftur.... ég fór í gær.... það var ekkert sérstaklega gaman! Hrikalega þreytt í skrokknum eftir puðið. Þurfum að þrífa aftur á morgun og svo um helgina. Fannar fer í tennis á föstudaginn.... var ég kannski ekki búin að segja frá því? Hann er sem sagt byrjður að æfa tennis einu sinni í viku og er mjög ánægður. Ég og Sandra byrjum á nýju námskeiði í ungbarnasundi á laugardaginn. Þetta er þriðja námskeiðið sem við förum á. Og á sunnudaginn er svo komið að Fannari að fara í sund. Hans fjórða sundnámskeið byrjar þá. Planið er svo að reyna að hitta Kjarra og Sveinu inn á milli þessara athafna. Eitt er víst... það verður rosa gaman að hitta þau.
Þar til næst, bless bless.
Kjarri og Sveina koma til Stokkhólms á morgun. Við ætlum að reyna að hitta þau eitthvað. Við erum bara svo rosa bisí þessa dagana. Komið að okkur að þrífa leikskólann aftur.... ég fór í gær.... það var ekkert sérstaklega gaman! Hrikalega þreytt í skrokknum eftir puðið. Þurfum að þrífa aftur á morgun og svo um helgina. Fannar fer í tennis á föstudaginn.... var ég kannski ekki búin að segja frá því? Hann er sem sagt byrjður að æfa tennis einu sinni í viku og er mjög ánægður. Ég og Sandra byrjum á nýju námskeiði í ungbarnasundi á laugardaginn. Þetta er þriðja námskeiðið sem við förum á. Og á sunnudaginn er svo komið að Fannari að fara í sund. Hans fjórða sundnámskeið byrjar þá. Planið er svo að reyna að hitta Kjarra og Sveinu inn á milli þessara athafna. Eitt er víst... það verður rosa gaman að hitta þau.
Þar til næst, bless bless.
Ummæli
Sér ekki Haukur Ottesen um námskeiðið?
En gott að allt gengur vel hjá ykkur ....... og já, það er mikið að gera hjá manni með fullt hús af börnum !!!!!
Um áramótin ætla ég að breyta ærlega til og flytja norður í sveit .... í Aðaldal og gerast þar skólastjóri í 18 mánuði. Tek Gylfa og Hörpu Sól með mér, hinir sjá bara um sig sjálfir !!!
Kysstu alla frá mér Sara mín og bestu óskir.
Gróa