Fara í aðalinnihald
Nú eru meira en þrjár vikur síðan gifsið var tekið og Viktor er enn haltur. Hann er ekki farinn að hlaupa enn, en það styttist i það. Þetta hefur tekið miklu lengri tíma en við áttum von á. Við héldum eiginlega að hann myndi labba út af spítalanum hehe!! Alla fyrstu vikuna gekk hann ekki neitt.... en svo fóru hlutirnir smám saman að gerast. Núna er litli maðurinn heima með ælupest. Ældi helling í gær en hefur ekkert ælt í nótt eða í dag...... vona að þetta sé búið.

Kjarri og Sveina koma til Stokkhólms á morgun. Við ætlum að reyna að hitta þau eitthvað. Við erum bara svo rosa bisí þessa dagana. Komið að okkur að þrífa leikskólann aftur.... ég fór í gær.... það var ekkert sérstaklega gaman! Hrikalega þreytt í skrokknum eftir puðið. Þurfum að þrífa aftur á morgun og svo um helgina. Fannar fer í tennis á föstudaginn.... var ég kannski ekki búin að segja frá því? Hann er sem sagt byrjður að æfa tennis einu sinni í viku og er mjög ánægður. Ég og Sandra byrjum á nýju námskeiði í ungbarnasundi á laugardaginn. Þetta er þriðja námskeiðið sem við förum á. Og á sunnudaginn er svo komið að Fannari að fara í sund. Hans fjórða sundnámskeið byrjar þá. Planið er svo að reyna að hitta Kjarra og Sveinu inn á milli þessara athafna. Eitt er víst... það verður rosa gaman að hitta þau.

Þar til næst, bless bless.

Ummæli

Johann Hjartarson sagði…
Held að Kjarra veiti ekkert af sundnámskeiði.
Sér ekki Haukur Ottesen um námskeiðið?
Gróa sagði…
Jæja, frænka, það er skömm að því hvað ég hef ekki skrifað inn á comment hjá þér lengi. En ég les bloggið alltaf af og til .......og stundum sumar færslur tvisvar, því þú ert ekkert alltaf dugleg að blogga !! heheheheheh ekki frekar en ég.
En gott að allt gengur vel hjá ykkur ....... og já, það er mikið að gera hjá manni með fullt hús af börnum !!!!!

Um áramótin ætla ég að breyta ærlega til og flytja norður í sveit .... í Aðaldal og gerast þar skólastjóri í 18 mánuði. Tek Gylfa og Hörpu Sól með mér, hinir sjá bara um sig sjálfir !!!

Kysstu alla frá mér Sara mín og bestu óskir.
Gróa

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)