Fara í aðalinnihald

Jólin

Jólin okkar hafa verið sannkölluð pestarjól. Öll börnin voru lasin. Sandra og Viktor með gubbupest og Fannar með hita og slappur (kom reyndar í ljós seinna að hann var með streptococca-sýkingu í hálsi). Á aðfangadag var Sandra hætt að gubba en komin með niðurgang og eyrnabólgu. Viktor var aftur farinn að æla eftir smá hlé og Fannar var þreyttur og slappur. Á milli bleiuskiptinga og ælupoka gátum við Helgi þó eldað virkilega góðan jólamat.... en það var víst bara við tvö sem smökkuðum á honum því matarlistin var engin hjá krökkunum.

Viktor litli með ælupokann við matarborðið.... litla skinnið vildi sitja með okkur til að byrja með en lagði sig svo eftir forréttinn. Hann náði sem betur fer að sofna aðeins og vöktu við hann ekki fyrr en við vorum búin að opna pakkana.... þá var hann orðinn hressari og vildi opna sína pakka. Sandra litla var hress og kát enda byrjuð að fá sýklalyf og verkjastillandi. Fannar var svo spenntur að hann harkaði af sér slappleikann. Eftir pakkana var hann svo alveg úrvinda að hann fór beint að sofa. Þetta urðu því eftir allt saman ágætis jól......

Nú eru allir að hressast og vonandi getum við haldið upp á áramótin frísk og kát :) Addi kemur til okkar á morgun og verður yfir áramótin.... virkilega gaman.

Í lokin er tilvalið að setja inn nokkrar myndir :)

Lucia-hátíð á leikskólanum. Sandra jólastelpa og Viktor piparkökustrákur

Lucia-hátíð í skólanum.... Fannar lét sér nægja að vera með jólasveinahúfu

Sandra ánægð með afrekið... hún er alltaf að príla upp á stólana þessa dagana

Viktor að skreyta jólatréð.... jólakúlurnar fara allar á sömu grein hehe :)

Syskinin saman.... öll lasin

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Gleðilega hátið öll saman. Vona að áramótin hafi verið heilsumeiri hjá börnunum.
Hér voru allir við hestaheilsu.
kv Munda

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólaskapið komið Hér er búið að snjóa í alla nótt og snjóar enn..... þar að auki alveg blankalogn þannig að það getur eiginlega ekki orðið jólalegra. Fannar er nú þegar búinn að henda tveimur snjóboltum í mig og var planið hans í dag að búa til fleiri. Það verður örugglega rosa stuð hjá honum í leikskólanum í dag :) Þetta barn stækkar svo mikið að hann er löngu vaxinn upp úr snjóbuxunum sínum síðan í fyrra vetur.... þær ná honum næstum upp á miðja kálfa! Það er sem sagt kominn tími til að við foreldrarnir kaupum handa honum nýjar kuldabuxur svo hann sé nú almennilega klæddur drengurinn.... ekki seinna vænna nú þegar snjórinn er kominn. Helgi var á næturvakt í nótt. Fannar tilkynnti við kvöldmatarborðið í gær að það væri bara gott að pabbi sinn væri að fara að vinna. Hann veit nefnilega að hann fær að kúra hjá mömmu sinni þegar pabbi hans er á vakt (þó hann hafi ekki nefnt það í framhaldinu :o)
Aftur mætt á bloggið! Þá er Íslandsförinni lokið og ég hef nógan tíma til að sitja yfir þessu bloggi aftur. Það var nú mjög gott að koma heim aftur en þó líka doldið einmanalegt þegar ég fór með Fannar á leikskólann í gær..... aftur orðin ein! Edda vinkona er komin á fullt í vinnu þannig að það er ekki hægt að bögga hana lengur yfir daginn.... það er þó stutt í nýja fjölskyldumeðliminn þannig að það verður bráðum nóg að gera. Helgi er á fullu núna að pæla í bílakaupum.... ég kann ekkert á þessi mál þannig að hann grúskar einn í þessu - hann sýnir mér samt myndir bara svona til að fá samþykki mitt hehehe. Skilyrðin eru þó þau að við kaupum sjálfskiptan station bíl með loftkælingu. Erum með einn Opel Omega í sigtinu núna og fer hann líklega að skoða hann á morgunn.... spennandi! Það er strax búið að bóka gistipláss hjá okkur í febrúar.... endalaus gestagangur hjá okkur :) en það eru Raggi og Munda sem ætla að kíkja til okkar. Hlökkum að sjálfsögðu til að fá þau í heimsókn....
Ég fór og heimsótti Huddinge sjukhus í gær. Fékk að fylgja eftir íslenskum sjúkraþjálfara sem vinnur þar. Hún gaf mér upp góðar upplýsingar um hvernig ég þarf að bera mig að til að fá löggildingu hér í Svíþjóð og svo erum við Edda búnar að vesenast smá í þeim málum nú í dag. Frábær tilfinning að þessir hlutir séu komnir í gang. Af því að ég er nú að tala um sjúkraþjálfun þá vil ég óska sjúkraþjálfaranum og vinkonu minni - henni Rósu - innilega til hamingju með daginn .... ég veit að hún er tryggur lesandi þessarar síðu. Nú er akkúrat vika þangað til mamma, pabbi, Guðlaug og Svenni koma í heimsókn.... mikil tilhlökkun í gangi hér á þessu heimili Að öðru leyti er ég búin að vera alveg farlama af harðsperrum undanfarna tvo daga. Hef ekki getað gengið upp og niður tröppur án þess að að finna gríðarlega til... meira að segja átt erfitt með að setjast á klósettið!!!!!!