Ég er á Íslandi! Held svo sem að flestir viti það :) Helgi gaf mér húsmæðraorlof til Íslands í afmælisgjöf í janúar og nú er ég sem sagt hér. Ég nýt þess alveg í botn að vera bara ein að dúlla mér.... þarf ekki að hugsa um hvenær þarf að skipta á næstu bleiu eða pakka aukafötum ofaní tösku í hvert skipti sem ég ætla út hehe. Ég er búin að gera alveg heilan helling. Búin að hitta sjúkraþjálfarana og búin að fara í jarðaför hjá elskulega afa mínum og þar með hitta alla móðurættina á einu bretti. Fara í mat til tengdó og mat til ömmu og afa, hitta Mundu og Ragga, sjá litla sjármörinn hann Atla Dag í fyrsta skipti (glænýr sonur Önnu Freyju og Óskars). Dagurinn í dag er fyrsti rólegi dagurinn. Hitti Guðlaugu sys í hádeginu og kíkti svo bara aðeins niður í bæ. Í kvöld ætla mamma og pabbi að bjóða okkur út að borða og á morgun eru þau búin að bjóða mér í leikhús... á jesus christ superstar..... verður örugglega gaman. Svo er matarboð á föstudagskvöldið með menntaskólavinkonunum... hlakka mi...