Datt í hug að henda inn nokkrum nýjum myndum af litlu gríslingunum. Allt gott að frétta héðan. Ég þó enn atvinnulaus.... en hef fengið smá vinnu á leikskóla krakkanna. Ég var í upphafi beðin að redda málunum í apríl en það vantaði afleysingamanneskju þar til einn starfsmaður kæmi úr barneignarorlofi. Þetta hefur svo leitt til þess að ég vinn núna alla föstudaga og er svo líka kölluð til ef eitthvað annað kemur upp á.
Í byrjun maí fengum við alveg frábært veður og því var oft tilefni til að fá sér ís úti á palli. Þessi mynd var nú ekki tekin á heitasta deginum en þá fór hitinn upp í 25 gráður :)
Fór á Skansen með leikskólanum. Ég fór sem starfsmaður en ekki foreldri þannig að ég náði nú ekki að taka mikið af myndum. Sandra var í umsjá Emmu leikskólakennara en hér eru þær að skoða einhver skemmtileg dýr saman.
Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum
Ummæli
Er ekki "ágætt" að vera atvinnulaus í sumar?? Ekki gaman að byrja að vinna í blíðunni.
Bestu kveðjur héðan Munda
En bjórkassinn þarna á síðustu myndinni, drekkur Helgi svona mikið?
Bestu kveðjur, Gutti og Magga
Skrýtið að geyma ölið í sólinni.
Svoleiðis gerir maður ekki í Danmörku.
Gaman að sjá myndirnar, krakkarnir aldeilis stækkað. Allt gott að frétta af okkur, er að fara að byrja á HSS á mánudag :)
kveðja
Sveina