Datt í hug að henda inn nokkrum nýjum myndum af litlu gríslingunum. Allt gott að frétta héðan. Ég þó enn atvinnulaus.... en hef fengið smá vinnu á leikskóla krakkanna. Ég var í upphafi beðin að redda málunum í apríl en það vantaði afleysingamanneskju þar til einn starfsmaður kæmi úr barneignarorlofi. Þetta hefur svo leitt til þess að ég vinn núna alla föstudaga og er svo líka kölluð til ef eitthvað annað kemur upp á.
Í byrjun maí fengum við alveg frábært veður og því var oft tilefni til að fá sér ís úti á palli. Þessi mynd var nú ekki tekin á heitasta deginum en þá fór hitinn upp í 25 gráður :)
Fór á Skansen með leikskólanum. Ég fór sem starfsmaður en ekki foreldri þannig að ég náði nú ekki að taka mikið af myndum. Sandra var í umsjá Emmu leikskólakennara en hér eru þær að skoða einhver skemmtileg dýr saman.
Jólaskapið komið
Hér er búið að snjóa í alla nótt og snjóar enn..... þar að auki alveg blankalogn þannig að það getur eiginlega ekki orðið jólalegra. Fannar er nú þegar búinn að henda tveimur snjóboltum í mig og var planið hans í dag að búa til fleiri. Það verður örugglega rosa stuð hjá honum í leikskólanum í dag :) Þetta barn stækkar svo mikið að hann er löngu vaxinn upp úr snjóbuxunum sínum síðan í fyrra vetur.... þær ná honum næstum upp á miðja kálfa! Það er sem sagt kominn tími til að við foreldrarnir kaupum handa honum nýjar kuldabuxur svo hann sé nú almennilega klæddur drengurinn.... ekki seinna vænna nú þegar snjórinn er kominn.
Helgi var á næturvakt í nótt. Fannar tilkynnti við kvöldmatarborðið í gær að það væri bara gott að pabbi sinn væri að fara að vinna. Hann veit nefnilega að hann fær að kúra hjá mömmu sinni þegar pabbi hans er á vakt (þó hann hafi ekki nefnt það í framhaldinu :o)
Ummæli
Er ekki "ágætt" að vera atvinnulaus í sumar?? Ekki gaman að byrja að vinna í blíðunni.
Bestu kveðjur héðan Munda
En bjórkassinn þarna á síðustu myndinni, drekkur Helgi svona mikið?
Bestu kveðjur, Gutti og Magga
Skrýtið að geyma ölið í sólinni.
Svoleiðis gerir maður ekki í Danmörku.
Gaman að sjá myndirnar, krakkarnir aldeilis stækkað. Allt gott að frétta af okkur, er að fara að byrja á HSS á mánudag :)
kveðja
Sveina