Langt síðan síðast og mikið búið að gerast. Raggi, Munda og börn voru í heimsókn í byrjun júní. Fannar fékk að fara einn til Íslands í 2 1/2 viku. Þar fékk hann sérmeðferð frá ömmum og öfum. Var í kofabyggð með Hreiðari og Steinunni og fór í sund á hverjum degi. Hér er Fannar á flugvellinum á leið til Íslands. Þetta er í fyrsta skipti sem hann fer einn í flug.... með fylgd að sjálfsögðu :) Á meðan Fannar var á Íslandi var Helgi að klára vinnuna fyrir sumarfrí... brjálað að gera hjá honum.... og litlu krakkarnir fengu að vera á leikskólanum á daginn. Fyrsta daginn í fríi smelltum við okkur svo með vinahópnum í útileigu til Malmköping. Ég var eiginlega búin að gleyma hvað mér finnst gaman í útileigu... þetta var alveg hrikalega gaman og fengum við auðvitað fínt veður þannig að við gátum baðað á daginn og grillað úti á kvöldin. Við komum heim úr útileigunni daginn sem Fannar kom heim frá Íslandi.... hann hafði þá þessa sömu helgi verið í Þórsmörk með ömmu sinni og afa. Það var því brunað ...