Langt síðan síðast og mikið búið að gerast. Raggi, Munda og börn voru í heimsókn í byrjun júní. Fannar fékk að fara einn til Íslands í 2 1/2 viku. Þar fékk hann sérmeðferð frá ömmum og öfum. Var í kofabyggð með Hreiðari og Steinunni og fór í sund á hverjum degi.
Hér er Fannar á flugvellinum á leið til Íslands. Þetta er í fyrsta skipti sem hann fer einn í flug.... með fylgd að sjálfsögðu :)
Á meðan Fannar var á Íslandi var Helgi að klára vinnuna fyrir sumarfrí... brjálað að gera hjá honum.... og litlu krakkarnir fengu að vera á leikskólanum á daginn. Fyrsta daginn í fríi smelltum við okkur svo með vinahópnum í útileigu til Malmköping. Ég var eiginlega búin að gleyma hvað mér finnst gaman í útileigu... þetta var alveg hrikalega gaman og fengum við auðvitað fínt veður þannig að við gátum baðað á daginn og grillað úti á kvöldin. Við komum heim úr útileigunni daginn sem Fannar kom heim frá Íslandi.... hann hafði þá þessa sömu helgi verið í Þórsmörk með ömmu sinni og afa. Það var því brunað upp á flugvöll og hann sóttur um leið og við vorum búin að tæma bílinn. Gott að fá stóra strákinn aftur heim og erum við nú öll saman á ný. Mamma og pabbi koma til okkar eftir akkúrat viku. Við ætlum að keyra til Trollhättan og vera þar í sumarbústað með þeim, systur minni og Svenna í viku. Við erum farin að hlakka mikið til þeirrar ferðar. Dólum okkur líklega bara eitthvað á Stokkhólmssvæðinu í næstu viku. Förum kannski eitthvað aðeins út á bátinn eða eitthvað. Hér að neðan eru svo myndir úr ferðinni okkar til Malmköping.
Kofinn sem við sváfum í. Mjög notalegt, með ísskáp og tveimur eldavélarhellum en ekki rennandi vatn. Þarna kom Arna aðeins í heimsókn.
Við Guðrún fengum okkur góðan sundsprett. Vatnið var virkilega kalt fyrst en svo bara nokkuð notalegt :)
Á meðan Fannar var á Íslandi var Helgi að klára vinnuna fyrir sumarfrí... brjálað að gera hjá honum.... og litlu krakkarnir fengu að vera á leikskólanum á daginn. Fyrsta daginn í fríi smelltum við okkur svo með vinahópnum í útileigu til Malmköping. Ég var eiginlega búin að gleyma hvað mér finnst gaman í útileigu... þetta var alveg hrikalega gaman og fengum við auðvitað fínt veður þannig að við gátum baðað á daginn og grillað úti á kvöldin. Við komum heim úr útileigunni daginn sem Fannar kom heim frá Íslandi.... hann hafði þá þessa sömu helgi verið í Þórsmörk með ömmu sinni og afa. Það var því brunað upp á flugvöll og hann sóttur um leið og við vorum búin að tæma bílinn. Gott að fá stóra strákinn aftur heim og erum við nú öll saman á ný. Mamma og pabbi koma til okkar eftir akkúrat viku. Við ætlum að keyra til Trollhättan og vera þar í sumarbústað með þeim, systur minni og Svenna í viku. Við erum farin að hlakka mikið til þeirrar ferðar. Dólum okkur líklega bara eitthvað á Stokkhólmssvæðinu í næstu viku. Förum kannski eitthvað aðeins út á bátinn eða eitthvað. Hér að neðan eru svo myndir úr ferðinni okkar til Malmköping.
Ummæli