Fara í aðalinnihald
Langt síðan síðast og mikið búið að gerast. Raggi, Munda og börn voru í heimsókn í byrjun júní. Fannar fékk að fara einn til Íslands í 2 1/2 viku. Þar fékk hann sérmeðferð frá ömmum og öfum. Var í kofabyggð með Hreiðari og Steinunni og fór í sund á hverjum degi.

Hér er Fannar á flugvellinum á leið til Íslands. Þetta er í fyrsta skipti sem hann fer einn í flug.... með fylgd að sjálfsögðu :)

Á meðan Fannar var á Íslandi var Helgi að klára vinnuna fyrir sumarfrí... brjálað að gera hjá honum.... og litlu krakkarnir fengu að vera á leikskólanum á daginn. Fyrsta daginn í fríi smelltum við okkur svo með vinahópnum í útileigu til Malmköping. Ég var eiginlega búin að gleyma hvað mér finnst gaman í útileigu... þetta var alveg hrikalega gaman og fengum við auðvitað fínt veður þannig að við gátum baðað á daginn og grillað úti á kvöldin. Við komum heim úr útileigunni daginn sem Fannar kom heim frá Íslandi.... hann hafði þá þessa sömu helgi verið í Þórsmörk með ömmu sinni og afa. Það var því brunað upp á flugvöll og hann sóttur um leið og við vorum búin að tæma bílinn. Gott að fá stóra strákinn aftur heim og erum við nú öll saman á ný. Mamma og pabbi koma til okkar eftir akkúrat viku. Við ætlum að keyra til Trollhättan og vera þar í sumarbústað með þeim, systur minni og Svenna í viku. Við erum farin að hlakka mikið til þeirrar ferðar. Dólum okkur líklega bara eitthvað á Stokkhólmssvæðinu í næstu viku. Förum kannski eitthvað aðeins út á bátinn eða eitthvað. Hér að neðan eru svo myndir úr ferðinni okkar til Malmköping.

Kofinn sem við sváfum í. Mjög notalegt, með ísskáp og tveimur eldavélarhellum en ekki rennandi vatn. Þarna kom Arna aðeins í heimsókn.

Mynd tekin yfir ströndina. Tekin snemma morguns og enginn mættur í sólbað.

Sandra á ströndinni. Sést í hluta hópsins í bakgrunninum.

Við Guðrún fengum okkur góðan sundsprett. Vatnið var virkilega kalt fyrst en svo bara nokkuð notalegt :)

Viktor spilar Kubb


Grillmeistararnir: Einar Gunnar, Kolbeinn, Helgi og Jói

Í fullu fjöri

Krakkahópurinn fær fyrst að borða enda stór hópur :)

Sandra með fullan munninn

Svo fengu foreldrarnir að borða líka. Á myndinni eru Jói, Sunna, Sigurður Yngvi og Vala

Eftir matinn var setið og spjallað fram á rauða nótt. Jói, Sara, Sigga og Arna

Komin heim frá Malmköping og búin að sækja Fannar :) Flottir þessir krakkar mínir!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)