Helgina 11-13. nóvember fór ég til Hamburgar á ráðstefnu... nokkuð óvænt. Vinnufélagi minn ætlaði að fara en vegna veikinda komst hún ekki og ég fékk því miðann hennar. Ráðstefnan heitir "4th European conference on Weaning & Rehabilitation in Critically ill Patients". Þetta var rosa gaman. Bæði að sjá hvað aðrir gera útí heimi og svo er auðvitað alltaf gaman að ferðast, sofa á hóteli... svolítið eins og frí þó svo að þetta var ekki frí :) Læt fylgja med nokkrar myndir úr ferðinni. Tók mest myndir af fyrirlestrum en líka smá annað :) Einhvers staðar í miðbæ Hamborgar. Eitt lítið hús í miðri umferðinni. Ég med ferðafélögunum, líka sjúkraþjálfarar. Ein glæran af mörgum á ráðstefnunni. Tók þessa nú bara fyrir Helga. Selfie Tók þessa líka fyrir Helga... mig langar í svona hjól ;) Fundum bjórverslun... mjög flott. Verst að ferðast bara med handfarangur, annars hefði ég nú líklega keypt smá bjór til að taka med heim. Einstök var til þar ...