Nú er veturinn kominn og það "allt í einu". Byrjaði að snjóa i gær og varla hætt að snjóa síðan. Svíinn er einhverra hluta vegna aldrei viðbúinn þegar fyrsti snjórinn kemur. Alltaf kaos í umferðinni fyrsta sólarhringinn. Líklega af því að margir eru enn á sumardekkjunum. Það tók mig 70 mínútur að keyra heim úr vinnunni í gær. Tekur mig venjulega max 20 mínútur á venjulegum degi.
Í morgun keyrði ég Fannar í skólann af því að það komu engir strætóar. Það tók klukkutíma að koma honum i skólann, ætti annars á venjulegum degi að komast þetta á 30 mínútum. Stopp og raðir út um allt. Samt ágætlega vel ruddir vegir og ekkert vesen fyrir mig að komast þetta.... á vetrardekkjunum!
Er heima núna... á að vera að læra. Búin að moka upp alla innkeyrsluna. Fíla snjó, gaman að vera úti og moka og svo auðvitað lýsir það upp í myrkrinu.
Ummæli