Helgina 11-13. nóvember fór ég til Hamburgar á ráðstefnu... nokkuð óvænt. Vinnufélagi minn ætlaði að fara en vegna veikinda komst hún ekki og ég fékk því miðann hennar. Ráðstefnan heitir "4th European conference on Weaning & Rehabilitation in Critically ill Patients". Þetta var rosa gaman. Bæði að sjá hvað aðrir gera útí heimi og svo er auðvitað alltaf gaman að ferðast, sofa á hóteli... svolítið eins og frí þó svo að þetta var ekki frí :) Læt fylgja med nokkrar myndir úr ferðinni. Tók mest myndir af fyrirlestrum en líka smá annað :)
Einhvers staðar í miðbæ Hamborgar. Eitt lítið hús í miðri umferðinni.
Ég med ferðafélögunum, líka sjúkraþjálfarar.
Ein glæran af mörgum á ráðstefnunni.
Tók þessa nú bara fyrir Helga.
Selfie
Tók þessa líka fyrir Helga... mig langar í svona hjól ;)
Fundum bjórverslun... mjög flott. Verst að ferðast bara med handfarangur, annars hefði ég nú líklega keypt smá bjór til að taka med heim.
Einstök var til þar
Bjórsmökkun!
... og pölsa til med grænkál... varð að prófa... ekkert sérstaklega gott
Ummæli
Knús,
mútta