Ég er búin að slaka mjög vel á yfir jólin - Helgi er duglegur að leyfa mér að sofa og sér um litla snáðann á morgnana. Fannar setti met í gær í svefni - hann sofnaði í stofunni óháttaður klukkan hálf átta og svaf til hálf tíu í morgunn. Held að hann hafi verið með uppsafnaða þreytu eftir allan spenninginn um jólin Annars er próflesturinn hafin hjá mér. Fer í fyrsta prófið 6. janúar og auðvitað ætla ég að vera voða skynsöm og byrja snemma svo ég þurfi ekki að sitja stíft yfir bókunum á meðan Helgi er á landinu! Það skemmtilega við þetta próftímabil er að þetta eru mín síðustu próf við Háskóla Íslands !! Hreint ekki slæmt... mér finnst það aftur á móti frekar skrýtið Þetta er allt að bresta á - bara ein önn eftir..... svo bara Svíþjóð
Við ætlum að skella okkur í þrjú bíó á eftir með litla manninn, ætlum að sjá Finding Nemo og efast ég ekki um að við eigum öll þrjú eftir að skemmta okkur vel Svo er auðvitað algjört must að sjá The Lord of the Rings sem fyrst og er plani...