Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2003
Ég er búin að slaka mjög vel á yfir jólin - Helgi er duglegur að leyfa mér að sofa og sér um litla snáðann á morgnana. Fannar setti met í gær í svefni - hann sofnaði í stofunni óháttaður klukkan hálf átta og svaf til hálf tíu í morgunn. Held að hann hafi verið með uppsafnaða þreytu eftir allan spenninginn um jólin Annars er próflesturinn hafin hjá mér. Fer í fyrsta prófið 6. janúar og auðvitað ætla ég að vera voða skynsöm og byrja snemma svo ég þurfi ekki að sitja stíft yfir bókunum á meðan Helgi er á landinu! Það skemmtilega við þetta próftímabil er að þetta eru mín síðustu próf við Háskóla Íslands !! Hreint ekki slæmt... mér finnst það aftur á móti frekar skrýtið Þetta er allt að bresta á - bara ein önn eftir..... svo bara Svíþjóð Við ætlum að skella okkur í þrjú bíó á eftir með litla manninn, ætlum að sjá Finding Nemo og efast ég ekki um að við eigum öll þrjú eftir að skemmta okkur vel Svo er auðvitað algjört must að sjá The Lord of the Rings sem fyrst og er plani...
Helgi kemur á morgunn Ég er á fullu að undirbúa fyrir jólin. Við ætlum að vera á Eggertsgötunni á aðfangadagskvöld og elda okkur maríneruð lambafíle í aðalrétt en í forrétt verður hefðbundinn avókadó réttur sem ég verð að fá um jólin Um viðburði helgarinnar hef ég aðeins eitt að segja - "ég ætla aldrei aftur að drekka....... tequila!!" Úúúff heilsan í gær var ekki upp á marga fiska Nú ætla ég aftur á móti að vinda mér í þrifin og klára að versla í jólamatinn. Hafið það súper gott og Gleðileg jól
Aaahhh (sælustuna!). Nú líður mér vel. Ég ætla sko að liggja uppi í sófa í kvöld og horfa á sjónvarpið - langþráð stund Nú styttist heldur betur í að Helgi komi til okkar aftur... það er niðurtalning í gangi á heimilinu og er Fannar auðvitað voða spenntur ... og auðvitað ég líka Nenni ekki að halda áfram - ætla að leggjast upp í sófa - hehe.
Jæja gott fólk, nú fer þessari geðveiki senn að ljúka. Verið að leggja lokahönd á seinasta verkefnið og undirbúa tvenna fyrirlestra fyrir morgundaginn. Þið getið hugsað til mín klukkan tvö á morgunn en þá verð ég búin að flytja seinni fyrirlesturinn og komin í frí í huganum .... kennslan ekki alveg búin - rétt einn fyrirlestur á fimmtudagsmorgunn svo komin alveg í jólafrí Þá er best að halda áfram og reyna að ljúka þessu... hef víst ekki fengið mikinn nætursvefn undanfarið og veitir ekki af að klára þetta snemma í kvöld bæjó.
Eftir tæpa viku verð ég komin í jólafrí Ég er á kafi í hópverkefnum núna... er reyndar að bíða eftir þremur bekkjarsystrum mínum núna. Við erum búnar að plana að læra til eitt í nótt - ekkert nema harkan!! Næsta helgi (eftir viku) verður svo algjör partý-helgi Menntaskólavinkonurnar á föstudagskvöldinu og stelpupartý hjá Eddu á laugardagskvöldinu..... jeeeminn - það verður nú eitthvað!? Jæja kaffið tilbúið og stelpurnar fara að koma. Bless bless.
Ooohh það er komið smá jólaskap í mig núna. Skellti upp einni jólaseríu í stofugluggann og þá er nú ekki annað hægt Maður er farin að sjá fyrir endann á þessari geðveiki.... ekki alveg búið enn - tvö og hálft verkefni eftir... þetta er allt að koma Best að fara að lesa fyrir litla manninn, hella sér upp á kaffi og halda svo áfram vinnunni. Jólakveðjur.
Sit sveitt yfir ritgerð um þessar stundir og reyni að koma einhverju viturlegu og fræðilegu vel frá mér... gengur misvel ÆTLA að klára hana á morgunn - no matter what!! Svo ætlar sæti kallinn minn í Svíþjóð að lesa hana yfir og leiðrétta málfarsvillur... sem verður nóg af - hmm.. hehe Hef ekkert annað að segja... þetta er nú BARA það sem ég geri þessa dagana. Tókst reyndar að koma einni ljósaseríu upp í gær - gaman að því. Bið ykkur öll vel að lifa og góða nótt.
Umsóknin komin til skila - mjög góð tilfinning Rosa ánægð með útkomuna og vona bara að hún verði samþykkt í fyrstu tilraun!
Ég er svo pirruð í dag!!! Alveg að springa úr pirringi! Ég skrópaði í skólanum í dag til að geta nú klárað að lesa þessar blessuðu heimildir fyrir ritgerðina, ætlaði að vera ógeðslega dugleg og byrja að skrifa hana í kvöld (þarf að byrja á annarri ritgerð á föstudag!). Eeen nei, nei..... þá þurfti ég að nota tímann til að funda með kennara okkar Eddu og fara yfir þessa helv.... umsókn og við þurfum náttúrulega að breyta og bæta hitt og þetta..... ég er alveg að fá æluna af þessu!! Og dagurinn á morgunn fer víst líka í þetta!! Næsta skref er að fara að vaka á nóttunni til að geta lært! Hef annars ekkert skemmtilegt að segja - finnst allt hundleiðinlegt... og segi því bara bless!