Fest, óvæntur glaðningur og 40 stiga hiti
Veislan á leikskólanum heppnaðist rosalega vel. Tæplega 140 manns mættu. Mæting var kl. 19.30 og ætluðum við sko ekki að koma of seint (ekki vel liðið hjá Svíanum). Við gengum inn á slaginu og ég var viss um að fáir væru mættir þar sem við vorum svo tímanlega en aldeilis ekki nei.... húsið var troðfullt af fólki!! Eftir fordrykk fengum við taílenskan mat sem var hrikalega sterkur.... svo sterkur að ég fann ekki hvort ég var södd eftir matinn.... fann bara fyrir hrikalegum sviða í munninum. Þegar farið var að tala um skráningu í karókí... og fólk hvatt til að skrá vini sína... létum við okkur hverfa enda bara góður endir á því kvöldi.
Við fórum svo til Sigurðar og Sunnu á laugardeginum að sækja litla prinsinn. Þar hafði verið svaka stuð kvöldinu áður... þó svo að Fannar hafi ekki verið neitt rosa spenntur yfir dansiballinu sem var eftir popp-átinu og vídeóstundinni.... hann vildi meina að Sigurður ætti ekki nógu mikið rokk fyrir sig þar sem hann er nefnilega svo mikill rokkari (eins og pabbi sinn ;-)
Við fengum okkur sem sagt kaffi í rólegheitunum hjá Sigurði og Sunnu, nema að allt í einu lá Helga svo á að fara að koma sér í búð að versla. Ég skildi ekkert í þessum látum í honum en fylgdi þó eftir og við keyrðum upp í Högdalen. Á meðan að ég var eitthvað að röfla yfir því að Helgi ætti ekki að leggja bílnum við strætóskýlin sá ég allt í einu pabba sitja fyrir utan lestarstöðina. Jamm... þvílíkt hissa (og Fannar by the way líka). Þá höfðu þeir haldið þessu leyndu í margar vikur!! Pabbi er sem sagt búinn að vera hjá okkur í einn og hálfan dag - hann er núna nýfarinn aftur en hann var að fara í vinnuferð til Riga. Alveg frábært að fá hann í heimsókn.... nú hlakkar manni bara enn meira til að fá mömmu og pabba, Guðlaugu og Svenna í heimsókn eftir tæpar þrjár vikur.
Fannar var auðvitað líka rosa kátur að fá afa sinn í heimsókn. Aftur á móti endaði heimsókn afa með 40 stiga hita hjá litla manninum. Seinni partinn í dag var litli kúturinn eitthvað þreyttur og lagði hann sig með afa sínum (sem er mjög óvanalegt). Það var þvílíkt erfitt að vekja hann aftur og í kvöldmatnum hafði hann bara enga list. Núna steinsefur hann í sófanum hjá okkur - alveg sjóðandi heitur.
Veislan á leikskólanum heppnaðist rosalega vel. Tæplega 140 manns mættu. Mæting var kl. 19.30 og ætluðum við sko ekki að koma of seint (ekki vel liðið hjá Svíanum). Við gengum inn á slaginu og ég var viss um að fáir væru mættir þar sem við vorum svo tímanlega en aldeilis ekki nei.... húsið var troðfullt af fólki!! Eftir fordrykk fengum við taílenskan mat sem var hrikalega sterkur.... svo sterkur að ég fann ekki hvort ég var södd eftir matinn.... fann bara fyrir hrikalegum sviða í munninum. Þegar farið var að tala um skráningu í karókí... og fólk hvatt til að skrá vini sína... létum við okkur hverfa enda bara góður endir á því kvöldi.
Við fórum svo til Sigurðar og Sunnu á laugardeginum að sækja litla prinsinn. Þar hafði verið svaka stuð kvöldinu áður... þó svo að Fannar hafi ekki verið neitt rosa spenntur yfir dansiballinu sem var eftir popp-átinu og vídeóstundinni.... hann vildi meina að Sigurður ætti ekki nógu mikið rokk fyrir sig þar sem hann er nefnilega svo mikill rokkari (eins og pabbi sinn ;-)
Við fengum okkur sem sagt kaffi í rólegheitunum hjá Sigurði og Sunnu, nema að allt í einu lá Helga svo á að fara að koma sér í búð að versla. Ég skildi ekkert í þessum látum í honum en fylgdi þó eftir og við keyrðum upp í Högdalen. Á meðan að ég var eitthvað að röfla yfir því að Helgi ætti ekki að leggja bílnum við strætóskýlin sá ég allt í einu pabba sitja fyrir utan lestarstöðina. Jamm... þvílíkt hissa (og Fannar by the way líka). Þá höfðu þeir haldið þessu leyndu í margar vikur!! Pabbi er sem sagt búinn að vera hjá okkur í einn og hálfan dag - hann er núna nýfarinn aftur en hann var að fara í vinnuferð til Riga. Alveg frábært að fá hann í heimsókn.... nú hlakkar manni bara enn meira til að fá mömmu og pabba, Guðlaugu og Svenna í heimsókn eftir tæpar þrjár vikur.
Fannar var auðvitað líka rosa kátur að fá afa sinn í heimsókn. Aftur á móti endaði heimsókn afa með 40 stiga hita hjá litla manninum. Seinni partinn í dag var litli kúturinn eitthvað þreyttur og lagði hann sig með afa sínum (sem er mjög óvanalegt). Það var þvílíkt erfitt að vekja hann aftur og í kvöldmatnum hafði hann bara enga list. Núna steinsefur hann í sófanum hjá okkur - alveg sjóðandi heitur.
Ummæli
Vonandi batnar honum fljótt!
Knúsaðu hann frá mér. Kveðja,
Guðlaug frænka.
bið að heilsa litla manninum úr ælubælinu hér í Danmörku. 4/5 hlutar fjölskyldunnar liggja í ælupest.
kv.
Arnar Thor