Fara í aðalinnihald
Fest, óvæntur glaðningur og 40 stiga hiti
Veislan á leikskólanum heppnaðist rosalega vel. Tæplega 140 manns mættu. Mæting var kl. 19.30 og ætluðum við sko ekki að koma of seint (ekki vel liðið hjá Svíanum). Við gengum inn á slaginu og ég var viss um að fáir væru mættir þar sem við vorum svo tímanlega en aldeilis ekki nei.... húsið var troðfullt af fólki!! Eftir fordrykk fengum við taílenskan mat sem var hrikalega sterkur.... svo sterkur að ég fann ekki hvort ég var södd eftir matinn.... fann bara fyrir hrikalegum sviða í munninum. Þegar farið var að tala um skráningu í karókí... og fólk hvatt til að skrá vini sína... létum við okkur hverfa enda bara góður endir á því kvöldi.

Við fórum svo til Sigurðar og Sunnu á laugardeginum að sækja litla prinsinn. Þar hafði verið svaka stuð kvöldinu áður... þó svo að Fannar hafi ekki verið neitt rosa spenntur yfir dansiballinu sem var eftir popp-átinu og vídeóstundinni.... hann vildi meina að Sigurður ætti ekki nógu mikið rokk fyrir sig þar sem hann er nefnilega svo mikill rokkari (eins og pabbi sinn ;-)
Við fengum okkur sem sagt kaffi í rólegheitunum hjá Sigurði og Sunnu, nema að allt í einu lá Helga svo á að fara að koma sér í búð að versla. Ég skildi ekkert í þessum látum í honum en fylgdi þó eftir og við keyrðum upp í Högdalen. Á meðan að ég var eitthvað að röfla yfir því að Helgi ætti ekki að leggja bílnum við strætóskýlin sá ég allt í einu pabba sitja fyrir utan lestarstöðina. Jamm... þvílíkt hissa (og Fannar by the way líka). Þá höfðu þeir haldið þessu leyndu í margar vikur!! Pabbi er sem sagt búinn að vera hjá okkur í einn og hálfan dag - hann er núna nýfarinn aftur en hann var að fara í vinnuferð til Riga. Alveg frábært að fá hann í heimsókn.... nú hlakkar manni bara enn meira til að fá mömmu og pabba, Guðlaugu og Svenna í heimsókn eftir tæpar þrjár vikur.

Fannar var auðvitað líka rosa kátur að fá afa sinn í heimsókn. Aftur á móti endaði heimsókn afa með 40 stiga hita hjá litla manninum. Seinni partinn í dag var litli kúturinn eitthvað þreyttur og lagði hann sig með afa sínum (sem er mjög óvanalegt). Það var þvílíkt erfitt að vekja hann aftur og í kvöldmatnum hafði hann bara enga list. Núna steinsefur hann í sófanum hjá okkur - alveg sjóðandi heitur.

Ummæli

Guðlaug sagði…
Æ, litli stubburinn bara orðinn lasinn :(
Vonandi batnar honum fljótt!
Knúsaðu hann frá mér. Kveðja,
Guðlaug frænka.
Sara sagði…
Jújú - þeir léku sama leikinn í eitt skipti þegar Helgi kom til Íslands... ég átti þá ekki von á honum fyrr en deginum á eftir. Þetta ætti eiginlega ekki að koma mér á óvart lengur.
Arnar Thor sagði…
Það er list að hafa lyst.
bið að heilsa litla manninum úr ælubælinu hér í Danmörku. 4/5 hlutar fjölskyldunnar liggja í ælupest.

kv.

Arnar Thor

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólaskapið komið Hér er búið að snjóa í alla nótt og snjóar enn..... þar að auki alveg blankalogn þannig að það getur eiginlega ekki orðið jólalegra. Fannar er nú þegar búinn að henda tveimur snjóboltum í mig og var planið hans í dag að búa til fleiri. Það verður örugglega rosa stuð hjá honum í leikskólanum í dag :) Þetta barn stækkar svo mikið að hann er löngu vaxinn upp úr snjóbuxunum sínum síðan í fyrra vetur.... þær ná honum næstum upp á miðja kálfa! Það er sem sagt kominn tími til að við foreldrarnir kaupum handa honum nýjar kuldabuxur svo hann sé nú almennilega klæddur drengurinn.... ekki seinna vænna nú þegar snjórinn er kominn. Helgi var á næturvakt í nótt. Fannar tilkynnti við kvöldmatarborðið í gær að það væri bara gott að pabbi sinn væri að fara að vinna. Hann veit nefnilega að hann fær að kúra hjá mömmu sinni þegar pabbi hans er á vakt (þó hann hafi ekki nefnt það í framhaldinu :o)
Aftur mætt á bloggið! Þá er Íslandsförinni lokið og ég hef nógan tíma til að sitja yfir þessu bloggi aftur. Það var nú mjög gott að koma heim aftur en þó líka doldið einmanalegt þegar ég fór með Fannar á leikskólann í gær..... aftur orðin ein! Edda vinkona er komin á fullt í vinnu þannig að það er ekki hægt að bögga hana lengur yfir daginn.... það er þó stutt í nýja fjölskyldumeðliminn þannig að það verður bráðum nóg að gera. Helgi er á fullu núna að pæla í bílakaupum.... ég kann ekkert á þessi mál þannig að hann grúskar einn í þessu - hann sýnir mér samt myndir bara svona til að fá samþykki mitt hehehe. Skilyrðin eru þó þau að við kaupum sjálfskiptan station bíl með loftkælingu. Erum með einn Opel Omega í sigtinu núna og fer hann líklega að skoða hann á morgunn.... spennandi! Það er strax búið að bóka gistipláss hjá okkur í febrúar.... endalaus gestagangur hjá okkur :) en það eru Raggi og Munda sem ætla að kíkja til okkar. Hlökkum að sjálfsögðu til að fá þau í heimsókn....
Ég fór og heimsótti Huddinge sjukhus í gær. Fékk að fylgja eftir íslenskum sjúkraþjálfara sem vinnur þar. Hún gaf mér upp góðar upplýsingar um hvernig ég þarf að bera mig að til að fá löggildingu hér í Svíþjóð og svo erum við Edda búnar að vesenast smá í þeim málum nú í dag. Frábær tilfinning að þessir hlutir séu komnir í gang. Af því að ég er nú að tala um sjúkraþjálfun þá vil ég óska sjúkraþjálfaranum og vinkonu minni - henni Rósu - innilega til hamingju með daginn .... ég veit að hún er tryggur lesandi þessarar síðu. Nú er akkúrat vika þangað til mamma, pabbi, Guðlaug og Svenni koma í heimsókn.... mikil tilhlökkun í gangi hér á þessu heimili Að öðru leyti er ég búin að vera alveg farlama af harðsperrum undanfarna tvo daga. Hef ekki getað gengið upp og niður tröppur án þess að að finna gríðarlega til... meira að segja átt erfitt með að setjast á klósettið!!!!!!