Fara í aðalinnihald
Fem dagar kvar
Við erum búin að vera dugleg að undirbúa jólin. Alveg næstum því búin að versla jólagjafir og í dag fórum við og dressuðum litla manninn upp.... algjör töffari drengurinn. Við eigum í vændum mjög rólega jólahátíð.... flestir vina okkar hér fara heim til Íslands. Gæti hugsanlega verið að við kíkjum á jólaball hjá Íslendingafélaginu á annan í jólum.... ef við nennum hehe. Við erum meira að segja búin að kaupa 1000 pússla púsluspil sem verður dundað við að setja saman yfir jólin. Sem sagt bara rólegheit.

Ég er farin að finna að nú þarf ég aðeins að slaka á í æfingunum. Farin að fá aukna samdrætti þegar ég er í palla- og aerobiktímunum. Kannski ekki skrítið þar sem ég er nú gengin 29 vikur!! Mér finnst nú mjög leiðinlegt að þurfa að hætta í tímunum en maður verður nú að láta skynsemina ráða. Bara mjög fegin að hafa verið svona frísk fram að þessu. Ætli ég kíki ekki bara í vatnsleikfimina með eldri kellunum í staðinn.... enda mjög góður æfingamáti.

Í gærkvöldi komu Sunna, Sigurður og börn í mat til okkar.... við leyfðum líka Jóa að fylgja með þar sem hann er grasekkill þessa stundina. Þau eru öll að fara til Íslands í vikunni og var virkilega gaman að hittast aðeins áður. Krakkarnir léku sér eins og englar á meðan fullorðna liðið tók því rólega yfir skemmtilegu spjalli.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hæ, hæ Svíafarar!!

Hef verið að fylgjast með síðunni ykkar af og til og ákvað að kvitta fyrir mig í þetta skiptið. Var einmitt að sýna honum Rúnari Erni myndir af Fannari og hann man alveg eftir honum, enda voru þeir alveg ágætir vinir þegar þeir voru á Spáni í sumar. Verðum endilega að reyna að hittast bekkurinn þegar þið skötuhjú komið til Íslands í frí og fá að sjá kúluna, er hún ekki alltaf að stækka og stækka??

Kveðja frá Íslandi, Thelma, Jói og Rúnar Örn.
Sara sagði…
Takk fyrir að kvitta... alltaf gaman þegar maður sér hver er að lesa síðuna :)

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)