Fem dagar kvar
Við erum búin að vera dugleg að undirbúa jólin. Alveg næstum því búin að versla jólagjafir og í dag fórum við og dressuðum litla manninn upp.... algjör töffari drengurinn. Við eigum í vændum mjög rólega jólahátíð.... flestir vina okkar hér fara heim til Íslands. Gæti hugsanlega verið að við kíkjum á jólaball hjá Íslendingafélaginu á annan í jólum.... ef við nennum hehe. Við erum meira að segja búin að kaupa 1000 pússla púsluspil sem verður dundað við að setja saman yfir jólin. Sem sagt bara rólegheit.
Ég er farin að finna að nú þarf ég aðeins að slaka á í æfingunum. Farin að fá aukna samdrætti þegar ég er í palla- og aerobiktímunum. Kannski ekki skrítið þar sem ég er nú gengin 29 vikur!! Mér finnst nú mjög leiðinlegt að þurfa að hætta í tímunum en maður verður nú að láta skynsemina ráða. Bara mjög fegin að hafa verið svona frísk fram að þessu. Ætli ég kíki ekki bara í vatnsleikfimina með eldri kellunum í staðinn.... enda mjög góður æfingamáti.
Í gærkvöldi komu Sunna, Sigurður og börn í mat til okkar.... við leyfðum líka Jóa að fylgja með þar sem hann er grasekkill þessa stundina. Þau eru öll að fara til Íslands í vikunni og var virkilega gaman að hittast aðeins áður. Krakkarnir léku sér eins og englar á meðan fullorðna liðið tók því rólega yfir skemmtilegu spjalli.

Við erum búin að vera dugleg að undirbúa jólin. Alveg næstum því búin að versla jólagjafir og í dag fórum við og dressuðum litla manninn upp.... algjör töffari drengurinn. Við eigum í vændum mjög rólega jólahátíð.... flestir vina okkar hér fara heim til Íslands. Gæti hugsanlega verið að við kíkjum á jólaball hjá Íslendingafélaginu á annan í jólum.... ef við nennum hehe. Við erum meira að segja búin að kaupa 1000 pússla púsluspil sem verður dundað við að setja saman yfir jólin. Sem sagt bara rólegheit.
Ég er farin að finna að nú þarf ég aðeins að slaka á í æfingunum. Farin að fá aukna samdrætti þegar ég er í palla- og aerobiktímunum. Kannski ekki skrítið þar sem ég er nú gengin 29 vikur!! Mér finnst nú mjög leiðinlegt að þurfa að hætta í tímunum en maður verður nú að láta skynsemina ráða. Bara mjög fegin að hafa verið svona frísk fram að þessu. Ætli ég kíki ekki bara í vatnsleikfimina með eldri kellunum í staðinn.... enda mjög góður æfingamáti.
Í gærkvöldi komu Sunna, Sigurður og börn í mat til okkar.... við leyfðum líka Jóa að fylgja með þar sem hann er grasekkill þessa stundina. Þau eru öll að fara til Íslands í vikunni og var virkilega gaman að hittast aðeins áður. Krakkarnir léku sér eins og englar á meðan fullorðna liðið tók því rólega yfir skemmtilegu spjalli.
Ummæli
Hef verið að fylgjast með síðunni ykkar af og til og ákvað að kvitta fyrir mig í þetta skiptið. Var einmitt að sýna honum Rúnari Erni myndir af Fannari og hann man alveg eftir honum, enda voru þeir alveg ágætir vinir þegar þeir voru á Spáni í sumar. Verðum endilega að reyna að hittast bekkurinn þegar þið skötuhjú komið til Íslands í frí og fá að sjá kúluna, er hún ekki alltaf að stækka og stækka??
Kveðja frá Íslandi, Thelma, Jói og Rúnar Örn.