Nú er bara ein vika þangað til að tengdaforeldrar mínir koma í heimsókn til okkar. Við erum öll voða spennt að fá þau hingað. Erum búin að panta borð á jólahlaðborð á Gamla Stan. Ég hef nú barasta aldrei farið á jólahlaðborð þannig að ég er voða spennt. Helgi minn fær frí frá barnamóttökunni í næstu viku þannig að við ætlum að jólast eitthvað saman í næstu viku.
Í dag ákvað ég að stússast í pappírsmálum til að fá sænska löggildingu sem sjúkraþjálfari. Það endaði auðvitað með því að ég varð mega pirruð yfir fyrirkomulaginu hérna. Ég þurfti að fara með ákveðin skjöl til lögfræðings og láta "bestyrka" þau. Sem sagt fá einn stimpil og undirskrift frá þessum lögfræðingi um að skjölin væru ekki "fölsuð". Um var að ræða þrjú skjöl og það kostaði sem sagt 150 skr. að "bestyrka" hvert þeirra!!!! 450 skr. fyrir þrjá stimpla og þrjár undirskriftir.... Pirruð en gat ekkert gert í þessu og borgaði þetta bara.... ég hefði líklega átt að gerast lögfræðingur?!
Fannar fór í dag með leikskólanum á spårvagnsmuseet. Hann var voða spenntur fyrir ferðina og ekki var það verra að börnin áttu að taka nesti með að heiman í eigin bakpoka - voða mikið sport. Svo var lagt í´ann og þurftu þau að taka tvo strætóa og tunnelbanan þangað.... líka voða mikið sport :)
Í dag ákvað ég að stússast í pappírsmálum til að fá sænska löggildingu sem sjúkraþjálfari. Það endaði auðvitað með því að ég varð mega pirruð yfir fyrirkomulaginu hérna. Ég þurfti að fara með ákveðin skjöl til lögfræðings og láta "bestyrka" þau. Sem sagt fá einn stimpil og undirskrift frá þessum lögfræðingi um að skjölin væru ekki "fölsuð". Um var að ræða þrjú skjöl og það kostaði sem sagt 150 skr. að "bestyrka" hvert þeirra!!!! 450 skr. fyrir þrjá stimpla og þrjár undirskriftir.... Pirruð en gat ekkert gert í þessu og borgaði þetta bara.... ég hefði líklega átt að gerast lögfræðingur?!
Fannar fór í dag með leikskólanum á spårvagnsmuseet. Hann var voða spenntur fyrir ferðina og ekki var það verra að börnin áttu að taka nesti með að heiman í eigin bakpoka - voða mikið sport. Svo var lagt í´ann og þurftu þau að taka tvo strætóa og tunnelbanan þangað.... líka voða mikið sport :)
Ummæli
Kveðja frá okkur Munda og co
Sara eru Svíarnir líka svona duglegir að fara í ferðir með börnin í leikskólanum?
Svíarnir eru ekkert smá duglegir að fara á "utflykt" (=kort resa för nöjes skull) eins og þeir kalla það (vona að þú hafir skilið þetta Munda?). Fóru oft í sumar í skógarferðir og heimsækja oft aðra rólóa í hverfinu.