Fara í aðalinnihald
Nú er bara ein vika þangað til að tengdaforeldrar mínir koma í heimsókn til okkar. Við erum öll voða spennt að fá þau hingað. Erum búin að panta borð á jólahlaðborð á Gamla Stan. Ég hef nú barasta aldrei farið á jólahlaðborð þannig að ég er voða spennt. Helgi minn fær frí frá barnamóttökunni í næstu viku þannig að við ætlum að jólast eitthvað saman í næstu viku.

Í dag ákvað ég að stússast í pappírsmálum til að fá sænska löggildingu sem sjúkraþjálfari. Það endaði auðvitað með því að ég varð mega pirruð yfir fyrirkomulaginu hérna. Ég þurfti að fara með ákveðin skjöl til lögfræðings og láta "bestyrka" þau. Sem sagt fá einn stimpil og undirskrift frá þessum lögfræðingi um að skjölin væru ekki "fölsuð". Um var að ræða þrjú skjöl og það kostaði sem sagt 150 skr. að "bestyrka" hvert þeirra!!!! 450 skr. fyrir þrjá stimpla og þrjár undirskriftir.... Pirruð en gat ekkert gert í þessu og borgaði þetta bara.... ég hefði líklega átt að gerast lögfræðingur?!

Fannar fór í dag með leikskólanum á spårvagnsmuseet. Hann var voða spenntur fyrir ferðina og ekki var það verra að börnin áttu að taka nesti með að heiman í eigin bakpoka - voða mikið sport. Svo var lagt í´ann og þurftu þau að taka tvo strætóa og tunnelbanan þangað.... líka voða mikið sport :)

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ma bara skilur ekki helminginn, allt á einhverri úgelnsku!!!
Kveðja frá okkur Munda og co
Sólrún sagði…
hahaha Munda þú verður bara að fá þér orðabók híhí

Sara eru Svíarnir líka svona duglegir að fara í ferðir með börnin í leikskólanum?
Sara sagði…
Sammála Sólrúnu í þessu Munda mín - bara að kaupa sér sænsk-íslenska orðabók ;o) Þá kanntu líka helling í sænsku þegar þú kemur að heimsækja okkur.

Svíarnir eru ekkert smá duglegir að fara á "utflykt" (=kort resa för nöjes skull) eins og þeir kalla það (vona að þú hafir skilið þetta Munda?). Fóru oft í sumar í skógarferðir og heimsækja oft aðra rólóa í hverfinu.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)