Við Helgi erum búin að jólastússast undanfarna daga. Tengdó koma á morgunn og þurfti því að vera búið að versla allar jólagjafir sem fara til Íslands áður en þau koma..... sem tókst. Meira að segja búin að pakka öllu voða vel inn og allt reddí (aldrei verið jafn tímanlega með jólagjafir fyrr)
Við eigum reyndar eftir að kaupa eina jólagjöf og það er handa Fannari. Vi funderar lite på saken just nu. Vitum ekki alveg hvað við gefum honum þetta árið.
Annars er mikil tilhlökkun yfir að fá hjónakornin hingað á morgunn. Fannar vill að sjálfsögðu ekki fara á leikskólann. Hann vill fá að fara með á T-Centralen og taka á móti þeim - sem hann auðvitað mun gera.

Annars er mikil tilhlökkun yfir að fá hjónakornin hingað á morgunn. Fannar vill að sjálfsögðu ekki fara á leikskólann. Hann vill fá að fara með á T-Centralen og taka á móti þeim - sem hann auðvitað mun gera.
Ummæli
ÉG hlakka svo til...
Hafið það gott með hjónakornunum! Kys og kram til ykkar allra :)
Guðlaug