helgin
Edda vinkona var hjá okkur í mat á föstudaginn. Hún gisti meira að segja hjá okkur þannig að fyrripart laugardags fór í að skvísast aðeins í Farsta Centrum með henni. Við fjölskyldan droppuðum svo inn hjá Guðrúnu og Jóa og fengum lánaðan barnavagn og barnarúm.... nú get ég farið að dunda mér við að reyna að koma rúminu saman.... án leiðbeininga - hmmmm!!! Nú eigum við bara eftir að kaupa barnabílstól fyrir litla krílið og þá ætti allt að vera tilbúið. Í gær horfði ég á þátt í sjónvarpinu þar sem fylgst var með þremur ófrískum pörum. Í þættinum var sem sagt komið að fæðingu þessara þriggja barna og fékk ég vægast sagt hroll við tilhugsunina!! Úff - hlakka til þegar það verður afstaðið....
Í gær kíktum við á Naturhistoriska riksmuseet. Við vorum rétt búin að skoða einn smá sal þegar allt í einu hljómaði í hátalarakerfinu að allir ættu að yfirgefa bygginguna því eldur væri laus í húsinu. Við héldum fyrst að þetta væri hluti af sýningunni þar sem við vorum rétt að stíga inn í sýningarsal þar sem verið var að sýna myndir af eldgosi hehe. En fólk streymdi út þannig að við eltum auðvitað mannfjöldann. Þegar við vorum nýkomin út komu svo fjórir slökkviliðsbílar á fullri ferð og stoppuðu fyrir utan safnið. Þetta varð náttúrulega hápunktur dagsins hjá Fannari og sagði hann á leiðinni heim að hann vildi verða slökkviliðsmaður þegar hann yrði stór ;) hehe. Sem sagt vel heppnuð ferð í safnið!
Annars var ég að koma af æfingu. Þar er ég alltaf öðru hvoru að lenda í því að fólk komi til mín og segi "oh vad duktig du är". Eins og ég sé eitthvað duglegri en aðrir sem eru að æfa í salnum!!! Svo í dag voru nokkrar ungbarnamæður með mikinn áhuga yfir því hvað ég gerði á æfingunum. Þær spurðu mig alveg bak og fyrir um hvort maður mætti nú gera hitt... og þetta... þegar maður væri ófrískur. Þær voru almennt mjög hissa yfir því að það væri leyfilegt að æfa á meðgöngu.... jaa hérna!
Nú er aftur á móti best að fara að setja súkkulaði á vatnsdeigsbollurnar sem bakaðar voru í gærkvöldi. Þá geta feðgarnir fengið sér bollu þegar þeir koma heim :)
Ummæli
KV Munda
Kv.
Guðrún
Kv Munda