sænsk heimsókn
Í dag fór Viktor Snær út í vagninn sinn í fyrsta skipti. Ekki eins rosalega kalt í dag og ég farin að lengja eftir að komast aðeins út. Við fórum öll fjögur og hittum Svante og pabba hans, Fredrik. Við hittum þá við eina brekku í hverfinu og strákarnir voru með sleðana sína... það er rosalegt stökkbretti í þessari brekku (sbr. mynd á blogginu hans Helga) og keyra þeir alveg steinkaldir yfir það. Eftir að búið var að púla í brekkunni bauð Fredrik okkur heim í kaffi og kanelbollur og þáðum við það auðvitað. Foreldrar Marks - sem er líka með Fannari á leikskólanum - voru líka í heimsókn svo þetta var bara nokkuð skemmtilegt. Ég reyni náttúrulega að blaðra eitthvað en ég finn að það er stundum doldið erfitt að hanga með í samræðunum ef ég missi einbeitinguna í smá stund. Skondið hvernig maður getur skilið svo mikið en eiga svo í erfiðleikum með að tjá sig og koma orðunum frá sér..... doldið pirrandi!!
Viktor Snær gerir lítið annað en að drekka, sofa og kúka :) Hann hefur meira að segja tekið upp á því undanfarnar tvær nætur að sofa alla nóttina... sleppir úr heilli brjóstagjöf þar sem hann er vanur að drekka á fjögurra tíma fresti. Við Helgi jafn hissa í bæði skiptin þegar við vöknum við hann undir morgun. Ég er reyndar farin að rumska aðeins á undan Viktori þar sem ég þarf nauðsynlega að losna við brjóstamjólk :o/
Ummæli
Helgi getur nú bjargað þér með mjólkina, hann er vanur því ;-)
KV Munda
Kveðja Thelma, Jói, Rúnar Örn og bumbubúinn!!
ps. Rúnar Örn biður kærlega að heilsa honum Fannari!