Þá er Helgi aftur byrjaður að vinna. Hann vinnur þessa og næstu viku og er þá (sem betur fer) aftur kominn í frí. Fannar er enn á leikskólanum en þetta er síðasta vikan hans.... svo barasta skóli í ágúst. Honum finnst þetta nú ekkert merkilegt og segist hann ætla að heimsækja leikskólann þó hann verði hættur þar :) Viktor er farinn að snúa sér á fullu og liggur hann ekki lengi kyrr á einum stað. Hann vill fá að vera með í öllu og rífur og grípur í allt sem er nálægt honum (uppáhaldið er að rífa í hárið á mér).
Á sunnudaginn buðum við vinum okkar í kaffi úti í garði. Það var æðislegt veður og sátum við því úti allan daginn - alveg frábært. Reyndar hefur verið mjög gott veður undanfarið. 25 stiga hiti og heiðskýrt.... næstum of heitt!! Ég er samt ekki að kvarta ;)
Ég þarf að drífa mig að setja inn myndir í albúmið... læt ykkur vita þegar ég drattast til þess. Þar til næst - bless bless.
Á sunnudaginn buðum við vinum okkar í kaffi úti í garði. Það var æðislegt veður og sátum við því úti allan daginn - alveg frábært. Reyndar hefur verið mjög gott veður undanfarið. 25 stiga hiti og heiðskýrt.... næstum of heitt!! Ég er samt ekki að kvarta ;)
Ég þarf að drífa mig að setja inn myndir í albúmið... læt ykkur vita þegar ég drattast til þess. Þar til næst - bless bless.
Ummæli
Ég ætla að reyna að vera búin á eðlilegum tíma í vinnunni í dag og þá skýst ég heim og logga mig inn á skype-ið, mig langar svo að heyra í ykkur. Verðum í bandi!