Helgi er farinn að hressast. Hann varð skyndilega betri eftir að hafa tekið inn lyf við heilahimnubólgu. Við vitum nú samt ekki hvort það hafi verið tilviljun. Það kemur í ljós eftir frí en þá ætlar Helgi að taka próf við heilahimnubólgu.
Fannar hefur líka verið að kvarta undan höfuðverk en parasetamól hefur virkað vel á hann. Vonum bara að hann sé ekki að veikjast líka.
Viktor var í 5 mánaða skoðun í gær. Hann er orðinn 7650 gr. og 69,2 cm. Hann fékk líka sprautu og var hann því ansi pirraður í gærkvöldi. Nú er hann aftur á móti eins og hann á að sér að vera.... hress og kátur.
Á mánudaginn ætlum við á smá flakk. Við erum búin að bóka gistingu í Vimmerby og ætlum við að heimsækja Astrid Lindgrens Värld. Þar ætlum við að eyða tveimur dögum en okkur hefur verið sagt að það veiti ekki af. Kannski fórum við á eitthvað meira flakk eftir það en höfum ekki ákveðið neitt. Svo stefnum við á að halda upp á afmælið hans Fannars helgina á eftir.
Á morgun munum við bruna til Uppsala í 5 ára afmæli Sölva. Hlakka bara til að hitta vini okkar þar.
Þakka þeim sem lásu :)
Ummæli
Vonandi er Helgi búin að ná sér. Vorum að koma heim eftir 5 daga sumarbústaða/tjaldvagna veru. Hér er auðvitað rigning og ekki hlýtt. ;-)
KV Munda og co
Stefni á Sverige í þar næstu viku.
Er eitthvað sem þið viljið að ég gleymi að koma með?
kveðja,
Arnar Thor