Helgi er svo hrikalega lasinn núna. Annar dagur í veikindum og er hann ekkert betri. Hann er með svo rosalega mikinn hausverk og hita, beinverki og stundum ógleði. Étur verkjatöflur eins og sælgæti en ekkert hjálpar. Fannar var svo heppinn að vera boðinn í heimsókn til Svante. Ég var að rölta með hann yfir og mátti hann ekkert vera að því að kveðja mig :)
Nú er Viktor Snær kominn í fangið á mér. Hann er aðeins byrjaður að lemja á lyklaborðið.... finnst það mjög spennandi :) Hann vill skila þessu til ykkar "ðpþlðððððððððððððððlpækkkkkkkkkkkkkkkkk"
Kveð að sinni.
Ummæli