Fara í aðalinnihald
Litli drengurinn minn er barasta orðinn 6 ára! Við héldum svaka afmælisveislu á laugardeginum fyrir afmælið hans. Veislan heppnaðist æðislega vel. Við vorum doldið óviss hvernig tækist að blanda saman þessum örfáu Svíum sem við þekkjum með öllum Íslendingunum en það var ekkert vandamál. Fannar var svolítið ringlaður í byrjun og talaði íslensku við sænsku strákana og fattaði ekkert hvers vegna þeir skildu ekkert.... en áður en við vissum af voru þeir allir farnir að leika sér á sænsku. Veislan byrjaði klukkan tvö og fóru þeir seinustu ekki fyrr en um sex leytið. Við vorum því mjög ánægð yfir hve fólk var rólegt og virtist njóta veitinganna og félagsskapsins vel.
Nú er sumarfríið búið hjá Helga mínum en hann er búinn að vinna í eina viku eftir frí. Fannar hefur aðeins hitt Símon í vikunni... bæði farið heim til hans og svo hefur Símon líka komið yfir til okkar. Þeir byrja svo í skólanum á fimmtudaginn næsta. Við eigum eftir að græja smotterí fyrir skólann en að mestu er þetta nú komið. Hann fékk skólatösku í afmælisgjöf frá ömmu og afa í Keflavík. Pennaveski fékk hann líka í afmælisgjöf en það var frá Eyrúnu og svo gáfum við honum íþróttaskó til að fara með í leikfimi. Núna vantar hann bara möppu og svo eiga börnin líka að koma með sessu til að sitja á úti svo bossinn verði ekki kaldur og blautur.... börnin fara nefnilega mikið í skógarferðir, á skauta og þess háttar.
Nú er komið á hreint hver verður næsti gestur okkar. Arnar matarklúbbsmeðlimur og vinur okkar ætlar að vera hjá okkur um næstu helgi. Kannski við eldum einhvern góðan mat handa honum enda skilst mér að honum veiti ekki af nokkrum vænum kaloríum ;) Svo er búið að bjóða okkur í hinar árlegu "kräftskiva" næsta laugardag og fær hann auðvitað að fljóta með. Þar verður væntanlega borðað (mismikið) af kröbbum og drukkið (mismikið) áfengi.
Þetta blogg er nú orðið allt of langt og kveð ég því í bili.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Góða skemmtun með Arnari, efast ekki um að hann fái eitthvað gott í gogginn sinn.

Þetta er ótrúlegt með þessi sex ára "kríli". Mikil skólaspenna í gangi. Við eigum eftir að kaupa eitthvað líka. Skólatöskur komnar í hús og mest af litum.

Bloggið þitt var ekkert langt, bara gaman að lesa ;-)
Kv Munda
Arnar Thor sagði…
Hlakka geðveikt til. áætluð mæting er 18:40 á fimmtudag...Það væri ágætt að byrja á einhverju léttu eins og kannski hreindýri eða önd. Annars vil ég nú ekki að þið hafið mikið fyrir mér. Helstu rauðvínstegundir sem ég hef ekki ofnæmi fyrir eru Chateau du Sjassele ...

Sjáumst.
kv.

Arnar Thor
Nafnlaus sagði…
Hæ hæ
Fær Fannar sendar bækurnar frá umferðaráði?
Var að taka aðeins til og sá þá að ég á 3 af hverri, spuring hvort þið viljið ef hann fær ekki???
KV Munda
Sara sagði…
Nei hann fær þær ekki lengur. Við viljum endilega taka við einu eintaki :)

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)