Litli drengurinn minn er barasta orðinn 6 ára! Við héldum svaka afmælisveislu á laugardeginum fyrir afmælið hans. Veislan heppnaðist æðislega vel. Við vorum doldið óviss hvernig tækist að blanda saman þessum örfáu Svíum sem við þekkjum með öllum Íslendingunum en það var ekkert vandamál. Fannar var svolítið ringlaður í byrjun og talaði íslensku við sænsku strákana og fattaði ekkert hvers vegna þeir skildu ekkert.... en áður en við vissum af voru þeir allir farnir að leika sér á sænsku. Veislan byrjaði klukkan tvö og fóru þeir seinustu ekki fyrr en um sex leytið. Við vorum því mjög ánægð yfir hve fólk var rólegt og virtist njóta veitinganna og félagsskapsins vel.
Nú er sumarfríið búið hjá Helga mínum en hann er búinn að vinna í eina viku eftir frí. Fannar hefur aðeins hitt Símon í vikunni... bæði farið heim til hans og svo hefur Símon líka komið yfir til okkar. Þeir byrja svo í skólanum á fimmtudaginn næsta. Við eigum eftir að græja smotterí fyrir skólann en að mestu er þetta nú komið. Hann fékk skólatösku í afmælisgjöf frá ömmu og afa í Keflavík. Pennaveski fékk hann líka í afmælisgjöf en það var frá Eyrúnu og svo gáfum við honum íþróttaskó til að fara með í leikfimi. Núna vantar hann bara möppu og svo eiga börnin líka að koma með sessu til að sitja á úti svo bossinn verði ekki kaldur og blautur.... börnin fara nefnilega mikið í skógarferðir, á skauta og þess háttar.
Nú er komið á hreint hver verður næsti gestur okkar. Arnar matarklúbbsmeðlimur og vinur okkar ætlar að vera hjá okkur um næstu helgi. Kannski við eldum einhvern góðan mat handa honum enda skilst mér að honum veiti ekki af nokkrum vænum kaloríum ;) Svo er búið að bjóða okkur í hinar árlegu "kräftskiva" næsta laugardag og fær hann auðvitað að fljóta með. Þar verður væntanlega borðað (mismikið) af kröbbum og drukkið (mismikið) áfengi.
Þetta blogg er nú orðið allt of langt og kveð ég því í bili.
Ummæli
Þetta er ótrúlegt með þessi sex ára "kríli". Mikil skólaspenna í gangi. Við eigum eftir að kaupa eitthvað líka. Skólatöskur komnar í hús og mest af litum.
Bloggið þitt var ekkert langt, bara gaman að lesa ;-)
Kv Munda
Sjáumst.
kv.
Arnar Thor
Fær Fannar sendar bækurnar frá umferðaráði?
Var að taka aðeins til og sá þá að ég á 3 af hverri, spuring hvort þið viljið ef hann fær ekki???
KV Munda