Fara í aðalinnihald

fótbolti skróbolti

Fannar byrjaði í fótbolta í síðustu viku. Hann var mjög feiminn og vildi ekki vera með í byrjun.... eftir að hafa svo fengið hann inn á völlinn vildi hann helst ekki fara heim :) Nú er hann búinn að fá fótboltaskó, legghlífar, fótboltasokka og fótboltabuxur. Hann er svo ánægður með þetta að hann myndi sofa í þessu öllu saman ef hann fengi að ráða hehe. Í morgun var svo fótboltamót í tilefni Örby-dagsins. Þetta var ægilega gaman.... Fannar var reyndar ansi passífur á vellinum og sást vel að í hans liði voru margir byrjendur... þeir sem sagt töpuðu leiknum hehe :) Við erum engu að síður mjög stoltir foreldrar að eiga svona flottan strák. Nú er Svante í heimsókn hjá honum og þeir eru að hamast á fullu. Búnir að fá skúffuköku í kaffinu og svo ætlar Svante líka að borða kvöldmat með okkur.

Nú fer að styttast í næstu gesti.... amma og afi koma til okkar á fimmtudag. Okkur hlakkar auðvitað mikið til að fá þau til okkar. Það getur meira að segja verið að Guðlaug og Svenni komi líka með lestinni frá Köben. Er það ekki Guðlaug?!

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hehe! Hmmm... eruð þið Fannar eitthvað lík? Ég man eftir deginum sem þú byrjaðir í frjálsum! Var það ekki alveg sama sagan? ;)
Ég er einmitt búin að kanna hvað kostar í lestina til ykkar og það ætti alveg að vera möguleiki að kíkja í heimsókn, bara spurning hvort þið viljið fá okkur öll í einu!!!
Sara sagði…
Auðvitað viljum við fá ykkur í heimsókn líka.... þú veist að það er nóg pláss :) Hvernig spyrðu kona!!
Nafnlaus sagði…
Fyrir tæpu ári síðan kostaði rúmar þúsund dkr með lestinni hvora leið og tekur þónokkra klukkutíma. Hins vegar er hægt að fljúga með t.d. Nordic Airlink báðar leiðir fyrir rúmar þúsund danskar og tekur bara klukkutíma.

Hvenær er svo laust fyrir mig Sara?

Jói meistari
Sara sagði…
Já einmitt... ég var nú eitthvað búin að minnast á flugferðina þína við Guðlaug ;)

Amma og afi eru hjá okkur til 18. sept. Eftir það er ekkert planað.

Mamma og pabbi eru eitthvað að spá í miðjan október og svo eru náttúrulega Hjördís, Gutti og Nonni eitthvað að spá líka... en veit ekki hvenær. Annars ertu alltaf velkominn eins og þú veist :)
Guðlaug sagði…
Ég var ad kanna med rútur og thad er hægt ad fara fyrir 400 kr. danskar á mann, fram og til baka. Thetta er 8-9 tíma ferdalag med rútu en 5-6 med lestinni. Vid látum ykkur vita í kvøld hvad vid gerum ;)
Nafnlaus sagði…
Skilaðu því til Svenna að það er hægt að fá gríðargóða eldsteikta hammara í flugvélinni en bara ofnbakaða í rútu/lest.
Bara svo það sé á hreinu!

Jói meistari
Nafnlaus sagði…
Vá hvað það er mikið búið að gerast síðan ég kíkti hingað síðast..... Greinilega ekki nógi virk á netinu eftir að skólinn kláraðist. Gaman að sjá að allt gengur vel. Flottir strákar og Viktor orðin ekkert smá stór og duglegur. Bið að heilsa fótboltaliðinu þínu.
Guðrún Sig.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)