Fannar byrjaði í fótbolta í síðustu viku. Hann var mjög feiminn og vildi ekki vera með í byrjun.... eftir að hafa svo fengið hann inn á völlinn vildi hann helst ekki fara heim :) Nú er hann búinn að fá fótboltaskó, legghlífar, fótboltasokka og fótboltabuxur. Hann er svo ánægður með þetta að hann myndi sofa í þessu öllu saman ef hann fengi að ráða hehe. Í morgun var svo fótboltamót í tilefni Örby-dagsins. Þetta var ægilega gaman.... Fannar var reyndar ansi passífur á vellinum og sást vel að í hans liði voru margir byrjendur... þeir sem sagt töpuðu leiknum hehe :) Við erum engu að síður mjög stoltir foreldrar að eiga svona flottan strák. Nú er Svante í heimsókn hjá honum og þeir eru að hamast á fullu. Búnir að fá skúffuköku í kaffinu og svo ætlar Svante líka að borða kvöldmat með okkur.
Nú fer að styttast í næstu gesti.... amma og afi koma til okkar á fimmtudag. Okkur hlakkar auðvitað mikið til að fá þau til okkar. Það getur meira að segja verið að Guðlaug og Svenni komi líka með lestinni frá Köben. Er það ekki Guðlaug?!
Nú fer að styttast í næstu gesti.... amma og afi koma til okkar á fimmtudag. Okkur hlakkar auðvitað mikið til að fá þau til okkar. Það getur meira að segja verið að Guðlaug og Svenni komi líka með lestinni frá Köben. Er það ekki Guðlaug?!
Ummæli
Ég er einmitt búin að kanna hvað kostar í lestina til ykkar og það ætti alveg að vera möguleiki að kíkja í heimsókn, bara spurning hvort þið viljið fá okkur öll í einu!!!
Hvenær er svo laust fyrir mig Sara?
Jói meistari
Amma og afi eru hjá okkur til 18. sept. Eftir það er ekkert planað.
Mamma og pabbi eru eitthvað að spá í miðjan október og svo eru náttúrulega Hjördís, Gutti og Nonni eitthvað að spá líka... en veit ekki hvenær. Annars ertu alltaf velkominn eins og þú veist :)
Bara svo það sé á hreinu!
Jói meistari
Guðrún Sig.