Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2005

jóla jóla

Ég er komin í svo mikið jólaskap. Við fjölskyldan bökuðum tvær smákökutegundir um síðustu helgi og hlustuðum á jólalög - ekki aftur snúið þá :) Við Helgi erum meira að segja löngu búin að kaupa jólagjöfina hans Fannars..... ég hef ALDREI keypt jólagjöf svona snemma. Og núna er ég alveg einstaklega óþolinmóð og vil helst vera búin með öll jólagjafakaupin.... bara eitt vandamál og það er að ákveða hvað á að vera í pökkunum hehe!! Svolítið biluð? Já ég veit. Spennan er orðin mikil fyrir Íslandsferð. Mér líður eins og litlum krakka á aðfangadag sem getur ekki beðið eftir að fá að opna pakkana. Helgi verður kominn í feðraorlof þegar við förum. Hann verður því frá vinnu fram í byrjun mars og það finnst mér ekki slæmt hehe ;) Ég fór í foreldraviðtal í skólanum hans Fannars í gær. Kennarinn hans hafði bara jákvæða hluti að segja um hann. Hann er áhugasamur, er duglegur að taka þátt í samræðum (talar mikið hehe :oD ) og semur vel við hina krakkana í bekknum. Hún tók líka fram að þetta væri mjög...
Brrrr það er sko orðið kallt - spáir jafnvel snjó á morgun. Þegar Fannar heyrði það varð hann ofsa kátur :) Allt gott að frétta af okkur öllum. Viktor er aftur orðinn frískur - reyndar enn stútfullur af hori en hress og kátur þrátt fyrir það. Ég fór tvisvar í bío í síðustu viku. Sá Crash og In Her Shoes . Báðar mjög góðar.... en mjög ólíkar :) Á sunnudaginn hitti ég Eddu niðri í miðbæ. Ekta stelpuferð.... fórum í búðir og versluðum aðeins. Langt síðan að ég hef getað gert þetta (án þess að vera með strákana með mér) og skemmti ég mér alveg konunglega :) Mér finnst nefnilega nokkuð gaman að versla hehe :) Ég kemst yfirleitt í mikið verslunarstuð þegar líður að jólum.... gott eða slæmt hmmm ?? Enda þetta á að setja inn nokkrar myndir af strákunum. Sætir bræður Strákarnir komnir í náttfötin Viktor lasinn Close up Hvað ertu að bralla Viktor?
Viktor litli er lasinn. Hann hefur nælt sér í svaka mikið kvef - líklega frá Fannari þar sem hann er líka með smá kvef. Maður reynir að líta á björtu hliðarnar og er feginn að hann hafi verið frískur fram að þessu. Sá stutti hefur sofið mjög illa undanfarnar tvær nætur og hefur líka minni matarlist. Nú vonum við bara að hann fái ekki í eyrun í framhaldinu en Fannar var mjög gjarn á að fá í eyrun þegar hann var lítill. Helgin var annars alveg frábær... lærið heppnaðist alveg frábærlega vel. Við ákváðum að grilla það og buðum svo Sigurði Yngva og börnum í mat. Þau voru aðvitað mjög kát með að fá ekta íslenskt lambalæri í matinn..... kom skemmtilega á óvart :) Á sunnudeginum fórum við svo í afmæli til Eyrúnar (Fannar hafði farið í afmæli til Símonar fyrr um daginn) og rukum svo beint úr afmælinu heim til Sjafnar í mat..... jamm mamma Eddu og Sjafnar var í helgarfríi í Stokkhólmi og tók með sér lambalæri og bauð okkur í mat. Tvö lambalæri yfir eina helgi í Stokkhólmi.... hvernig er...

myndasería

Aðeins að taka til :) Fannar vatnsgreiddur og flottur... hann er sko að safna hári :) Viktor að sýna fínu tönnsurnar Fannar á fótboltaæfingu - þeir eru byrjaðir að æfa inni og þá er stundum farið í bandí Viktor að róla og finnst það svaka gaman

novemberlov, sigur rós og "backstage" passi

Fannar er búinn að vera heima alla þessa viku í haustfríi. Við erum búin að hafa það voða notalegt. Við erum búin að kubba helling, baka brauð, fara í "kringluna" að versla kuldaskó og regngalla á Fannar, fara helling út að labba með Viktor og auðvitað líka leika helling við Viktor :) Fannar er svo rosalega góður við litla bróðir sinn og duglegur að passa hann ef ég þarf eldsnöggt að bregða mér frá. Núna segist hann ekki vilja fara í skólann á mánudaginn - vill fá að vera heima eina viku enn!! Hápunktur vikunnar var þó tónleikar með Sigur Rós. Alveg æðislegir tónleikar. Helgi varð því miður að vera heima en ég fékk Guðrúnu til að fara með mér. Við hittum líka Eddu, Sjöfn, Lottu og dóttir hennar, Sigurð Yngva og Didda. Svo vildi svo skemmtilega til að Diddi er góður vinur Jónsa í Sigur Rós og var hann með "backstage" passa. Ég, Guðrún og Sigurður Yngvi fengum því að fljóta með og hitta hljómsveitina eftir tónleikana. Ekki slæmur endir á tónleikunum hehe ;)...