Ég er komin í svo mikið jólaskap. Við fjölskyldan bökuðum tvær smákökutegundir um síðustu helgi og hlustuðum á jólalög - ekki aftur snúið þá :) Við Helgi erum meira að segja löngu búin að kaupa jólagjöfina hans Fannars..... ég hef ALDREI keypt jólagjöf svona snemma. Og núna er ég alveg einstaklega óþolinmóð og vil helst vera búin með öll jólagjafakaupin.... bara eitt vandamál og það er að ákveða hvað á að vera í pökkunum hehe!! Svolítið biluð? Já ég veit. Spennan er orðin mikil fyrir Íslandsferð. Mér líður eins og litlum krakka á aðfangadag sem getur ekki beðið eftir að fá að opna pakkana. Helgi verður kominn í feðraorlof þegar við förum. Hann verður því frá vinnu fram í byrjun mars og það finnst mér ekki slæmt hehe ;) Ég fór í foreldraviðtal í skólanum hans Fannars í gær. Kennarinn hans hafði bara jákvæða hluti að segja um hann. Hann er áhugasamur, er duglegur að taka þátt í samræðum (talar mikið hehe :oD ) og semur vel við hina krakkana í bekknum. Hún tók líka fram að þetta væri mjög...