Fara í aðalinnihald
Viktor litli er lasinn. Hann hefur nælt sér í svaka mikið kvef - líklega frá Fannari þar sem hann er líka með smá kvef. Maður reynir að líta á björtu hliðarnar og er feginn að hann hafi verið frískur fram að þessu. Sá stutti hefur sofið mjög illa undanfarnar tvær nætur og hefur líka minni matarlist. Nú vonum við bara að hann fái ekki í eyrun í framhaldinu en Fannar var mjög gjarn á að fá í eyrun þegar hann var lítill.

Helgin var annars alveg frábær... lærið heppnaðist alveg frábærlega vel. Við ákváðum að grilla það og buðum svo Sigurði Yngva og börnum í mat. Þau voru aðvitað mjög kát með að fá ekta íslenskt lambalæri í matinn..... kom skemmtilega á óvart :) Á sunnudeginum fórum við svo í afmæli til Eyrúnar (Fannar hafði farið í afmæli til Símonar fyrr um daginn) og rukum svo beint úr afmælinu heim til Sjafnar í mat..... jamm mamma Eddu og Sjafnar var í helgarfríi í Stokkhólmi og tók með sér lambalæri og bauð okkur í mat. Tvö lambalæri yfir eina helgi í Stokkhólmi.... hvernig er hægt að toppa það :) Alveg æðislegt.

Við Edda fórum svo á Coldplay á mánudaginn..... gvuð það þeir voru æðislegir. Helgi var heima á meðan með strákana og bakaði eitt stykki skúffuköku. Hljómar ekki mjög karlmannlegt en svona er nú hann Helgi minn ;)

Ummæli

Ása Guðný sagði…
Sæl og blessuð Sara mín
Vildi bara segja hæ
Það er frábært að fylgjast svona með ykkur og sjá myndir af strákunum þeir eru alveg ótrúlega myndarlegir báðir.
Og fannst þér Colplay ekki æði, við fórum á tónleika með þeim í sumar og ég verð að viðurkenna að ég bjóst ekki við því að þeir væru svona góðir á sviði sérstaklega Chris Martin.
Hafið það rosa gott, vonandi hittumst við heima í kringum hátíðirnar.
Kveðja Ása Guðný
Arnar Thor sagði…
Helgi!!! hvað ertu að gera maður...baka skúffuköku!!! þetta gengur ekki...næst þá ferðu að kveikja á kertum og ég veit ekki hvað og hvað...uss bara.

Berjast Helgi...það þarf að berjast...maður ekki láta X litninginn ná yfirhöndinni.

baráttu og svitafýlukveðjur úr henni Odense,

Sara þú ert nú samt alltaf uppáhalds ;)

Arnar Thor
Sara sagði…
Ohh takk Arnar - sætt af þér ;) Ég skil náttúrulega vel að þú verður að halda uppi heiðri karlpeningsins hehe.

Ása! Takk fyrir kveðjuna... ég stíla algjörlega inn á að fá að hitta ykkur stelpurnar þegar ég kem heim :)

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)