Viktor litli er lasinn. Hann hefur nælt sér í svaka mikið kvef - líklega frá Fannari þar sem hann er líka með smá kvef. Maður reynir að líta á björtu hliðarnar og er feginn að hann hafi verið frískur fram að þessu. Sá stutti hefur sofið mjög illa undanfarnar tvær nætur og hefur líka minni matarlist. Nú vonum við bara að hann fái ekki í eyrun í framhaldinu en Fannar var mjög gjarn á að fá í eyrun þegar hann var lítill.
Helgin var annars alveg frábær... lærið heppnaðist alveg frábærlega vel. Við ákváðum að grilla það og buðum svo Sigurði Yngva og börnum í mat. Þau voru aðvitað mjög kát með að fá ekta íslenskt lambalæri í matinn..... kom skemmtilega á óvart :) Á sunnudeginum fórum við svo í afmæli til Eyrúnar (Fannar hafði farið í afmæli til Símonar fyrr um daginn) og rukum svo beint úr afmælinu heim til Sjafnar í mat..... jamm mamma Eddu og Sjafnar var í helgarfríi í Stokkhólmi og tók með sér lambalæri og bauð okkur í mat. Tvö lambalæri yfir eina helgi í Stokkhólmi.... hvernig er hægt að toppa það :) Alveg æðislegt.
Við Edda fórum svo á Coldplay á mánudaginn..... gvuð það þeir voru æðislegir. Helgi var heima á meðan með strákana og bakaði eitt stykki skúffuköku. Hljómar ekki mjög karlmannlegt en svona er nú hann Helgi minn ;)
Helgin var annars alveg frábær... lærið heppnaðist alveg frábærlega vel. Við ákváðum að grilla það og buðum svo Sigurði Yngva og börnum í mat. Þau voru aðvitað mjög kát með að fá ekta íslenskt lambalæri í matinn..... kom skemmtilega á óvart :) Á sunnudeginum fórum við svo í afmæli til Eyrúnar (Fannar hafði farið í afmæli til Símonar fyrr um daginn) og rukum svo beint úr afmælinu heim til Sjafnar í mat..... jamm mamma Eddu og Sjafnar var í helgarfríi í Stokkhólmi og tók með sér lambalæri og bauð okkur í mat. Tvö lambalæri yfir eina helgi í Stokkhólmi.... hvernig er hægt að toppa það :) Alveg æðislegt.
Við Edda fórum svo á Coldplay á mánudaginn..... gvuð það þeir voru æðislegir. Helgi var heima á meðan með strákana og bakaði eitt stykki skúffuköku. Hljómar ekki mjög karlmannlegt en svona er nú hann Helgi minn ;)
Ummæli
Vildi bara segja hæ
Það er frábært að fylgjast svona með ykkur og sjá myndir af strákunum þeir eru alveg ótrúlega myndarlegir báðir.
Og fannst þér Colplay ekki æði, við fórum á tónleika með þeim í sumar og ég verð að viðurkenna að ég bjóst ekki við því að þeir væru svona góðir á sviði sérstaklega Chris Martin.
Hafið það rosa gott, vonandi hittumst við heima í kringum hátíðirnar.
Kveðja Ása Guðný
Berjast Helgi...það þarf að berjast...maður ekki láta X litninginn ná yfirhöndinni.
baráttu og svitafýlukveðjur úr henni Odense,
Sara þú ert nú samt alltaf uppáhalds ;)
Arnar Thor
Ása! Takk fyrir kveðjuna... ég stíla algjörlega inn á að fá að hitta ykkur stelpurnar þegar ég kem heim :)