Fara í aðalinnihald
Viktor litli er lasinn. Hann hefur nælt sér í svaka mikið kvef - líklega frá Fannari þar sem hann er líka með smá kvef. Maður reynir að líta á björtu hliðarnar og er feginn að hann hafi verið frískur fram að þessu. Sá stutti hefur sofið mjög illa undanfarnar tvær nætur og hefur líka minni matarlist. Nú vonum við bara að hann fái ekki í eyrun í framhaldinu en Fannar var mjög gjarn á að fá í eyrun þegar hann var lítill.

Helgin var annars alveg frábær... lærið heppnaðist alveg frábærlega vel. Við ákváðum að grilla það og buðum svo Sigurði Yngva og börnum í mat. Þau voru aðvitað mjög kát með að fá ekta íslenskt lambalæri í matinn..... kom skemmtilega á óvart :) Á sunnudeginum fórum við svo í afmæli til Eyrúnar (Fannar hafði farið í afmæli til Símonar fyrr um daginn) og rukum svo beint úr afmælinu heim til Sjafnar í mat..... jamm mamma Eddu og Sjafnar var í helgarfríi í Stokkhólmi og tók með sér lambalæri og bauð okkur í mat. Tvö lambalæri yfir eina helgi í Stokkhólmi.... hvernig er hægt að toppa það :) Alveg æðislegt.

Við Edda fórum svo á Coldplay á mánudaginn..... gvuð það þeir voru æðislegir. Helgi var heima á meðan með strákana og bakaði eitt stykki skúffuköku. Hljómar ekki mjög karlmannlegt en svona er nú hann Helgi minn ;)

Ummæli

Ása Guðný sagði…
Sæl og blessuð Sara mín
Vildi bara segja hæ
Það er frábært að fylgjast svona með ykkur og sjá myndir af strákunum þeir eru alveg ótrúlega myndarlegir báðir.
Og fannst þér Colplay ekki æði, við fórum á tónleika með þeim í sumar og ég verð að viðurkenna að ég bjóst ekki við því að þeir væru svona góðir á sviði sérstaklega Chris Martin.
Hafið það rosa gott, vonandi hittumst við heima í kringum hátíðirnar.
Kveðja Ása Guðný
Arnar Thor sagði…
Helgi!!! hvað ertu að gera maður...baka skúffuköku!!! þetta gengur ekki...næst þá ferðu að kveikja á kertum og ég veit ekki hvað og hvað...uss bara.

Berjast Helgi...það þarf að berjast...maður ekki láta X litninginn ná yfirhöndinni.

baráttu og svitafýlukveðjur úr henni Odense,

Sara þú ert nú samt alltaf uppáhalds ;)

Arnar Thor
Sara sagði…
Ohh takk Arnar - sætt af þér ;) Ég skil náttúrulega vel að þú verður að halda uppi heiðri karlpeningsins hehe.

Ása! Takk fyrir kveðjuna... ég stíla algjörlega inn á að fá að hitta ykkur stelpurnar þegar ég kem heim :)

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólaskapið komið Hér er búið að snjóa í alla nótt og snjóar enn..... þar að auki alveg blankalogn þannig að það getur eiginlega ekki orðið jólalegra. Fannar er nú þegar búinn að henda tveimur snjóboltum í mig og var planið hans í dag að búa til fleiri. Það verður örugglega rosa stuð hjá honum í leikskólanum í dag :) Þetta barn stækkar svo mikið að hann er löngu vaxinn upp úr snjóbuxunum sínum síðan í fyrra vetur.... þær ná honum næstum upp á miðja kálfa! Það er sem sagt kominn tími til að við foreldrarnir kaupum handa honum nýjar kuldabuxur svo hann sé nú almennilega klæddur drengurinn.... ekki seinna vænna nú þegar snjórinn er kominn. Helgi var á næturvakt í nótt. Fannar tilkynnti við kvöldmatarborðið í gær að það væri bara gott að pabbi sinn væri að fara að vinna. Hann veit nefnilega að hann fær að kúra hjá mömmu sinni þegar pabbi hans er á vakt (þó hann hafi ekki nefnt það í framhaldinu :o)
Aftur mætt á bloggið! Þá er Íslandsförinni lokið og ég hef nógan tíma til að sitja yfir þessu bloggi aftur. Það var nú mjög gott að koma heim aftur en þó líka doldið einmanalegt þegar ég fór með Fannar á leikskólann í gær..... aftur orðin ein! Edda vinkona er komin á fullt í vinnu þannig að það er ekki hægt að bögga hana lengur yfir daginn.... það er þó stutt í nýja fjölskyldumeðliminn þannig að það verður bráðum nóg að gera. Helgi er á fullu núna að pæla í bílakaupum.... ég kann ekkert á þessi mál þannig að hann grúskar einn í þessu - hann sýnir mér samt myndir bara svona til að fá samþykki mitt hehehe. Skilyrðin eru þó þau að við kaupum sjálfskiptan station bíl með loftkælingu. Erum með einn Opel Omega í sigtinu núna og fer hann líklega að skoða hann á morgunn.... spennandi! Það er strax búið að bóka gistipláss hjá okkur í febrúar.... endalaus gestagangur hjá okkur :) en það eru Raggi og Munda sem ætla að kíkja til okkar. Hlökkum að sjálfsögðu til að fá þau í heimsókn....
Ég fór og heimsótti Huddinge sjukhus í gær. Fékk að fylgja eftir íslenskum sjúkraþjálfara sem vinnur þar. Hún gaf mér upp góðar upplýsingar um hvernig ég þarf að bera mig að til að fá löggildingu hér í Svíþjóð og svo erum við Edda búnar að vesenast smá í þeim málum nú í dag. Frábær tilfinning að þessir hlutir séu komnir í gang. Af því að ég er nú að tala um sjúkraþjálfun þá vil ég óska sjúkraþjálfaranum og vinkonu minni - henni Rósu - innilega til hamingju með daginn .... ég veit að hún er tryggur lesandi þessarar síðu. Nú er akkúrat vika þangað til mamma, pabbi, Guðlaug og Svenni koma í heimsókn.... mikil tilhlökkun í gangi hér á þessu heimili Að öðru leyti er ég búin að vera alveg farlama af harðsperrum undanfarna tvo daga. Hef ekki getað gengið upp og niður tröppur án þess að að finna gríðarlega til... meira að segja átt erfitt með að setjast á klósettið!!!!!!