Fara í aðalinnihald
Sá stutti átti afmæli í gær. 1 árs drengurinn!! (takk fyrir kveðjuna, Magga og Munda). Hér eru bræðurnir saman rétt áður en allir gestirnir mættu á svæðið. Viktor var lang yngstur í afmælisveislunni en skemmti sér samt konunglega. Var mjög ánægður með alla stóru strákana sem hlupu um allt hús og höfðu mjög hátt :) Veislan heppnaðist sem sagt mjög vel.... bæði börn og fullorðnir ánægðir með daginn.

Viktor er nú farinn að labba um allt hús. Mjög montinn :) Hann er núna í 1 árs læknisskoðun með pabba sínum. Verður viktaður og fær svo enn eina sprautuna. Fannar er í fríi þessa vikuna. Það er nefnilega sportlov hjá öllum Stokkhólmurum. Þá fara margir á skíði eða gera eitthvað annað skemmtilegt. Við ætlum nú bara að flytja! Fáum húsið á miðvikudag. Ætlum að fara nokkrar ferðir með dót í bílnum okkar og erum svo að spá í að leigja sendibíl á föstudag og fram á laugardag. Helgi byjar svo að vinna á sunnudag og verður því gott að vera flutt þá.

Well, strákarnir voru að koma heim. Ælta að heilsa upp á þá og sjá hve þungur sá litli er orðinn.
Kveð í bili.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Bræðurnir eru BARA flottir á þessari mynd ;-)
Vonandi hefur læknisheimsóknin gengið vel.
Gangi ykkur vel í flutningunum.
kv Munda
Guðlaug sagði…
Hahaha :-D Thvílíkir tøffarar!!! Fannar er ordinn algjør gæi med thennan lubba og Viktor lítur út fyrir ad vilja vera eins mikill gæi og stóri bródir ;-)

Gangi ykkur ofsalega vel í flutningunum. Knús,
litla sys :-*
Nafnlaus sagði…
Vá Fannar er hrikalega svalur á myndinni, upprennandi kvennagull :) og sá stutti ekki síðri. Mér verður alltaf hugsað til Emils í Kattholti þegar ég sé Fannar, veit ekki afhverju :).
Gangi ykkur vel að flytja, verður gaman að koma í nýja húsið (vonandi sem fyrst)!!
g

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Hitt og þetta

Langaði að henda inn nokkrum myndum.... Krakkarnir keyptu sér ný rúm. Helgi að setja saman rúmið hennar Söndru Tillbúið... eða næstum. Vantar bara skúffurnar undir rúmið. Sandra mjög sátt Næsta rúm sett saman Viktor líka sáttur. Hér vantar líka skúffurnar undir rúmið Sandra á sínum fyrsta leik vorsins. Missteig sig mjög ílla. Var mánuð að jafna sig en er núna komin á fullt i fótboltanum aftur Ég skaust i helgarferð til Köben á kóramót íslenskra kóra i Evrópu. Kórarnir æfðu saman och síðan voru haldnir kórtónleikar i kirkju við Strikið. Mótið endaði svo med svaka partýi um kvöldið Hér er hluti kórsins að fá sér bjór í einni pásunni Pabbi og Guðlaug sungu med Bergen kórnum. Hrikalega gaman að hitta þau .... með Völu, vínkonu í kórnum

Viktor töffari

Viktor er búinn að byðja mig um að lita á sér hárið í nokkurn tíma. Ég lét loksins eftir! Hann var alveg með á hreinu hvernig hann vildi hafa hárið. Ég fylgdi því bara hans óskum og svei mér þá ef það tókst ekki bara ágætlega.... dæmið sjálf. Litli maðurinn er alla vega mjög ánægður :) Litun í gangi   Búið að klippa og lita Mjög sáttur Læt fylgja med eina mynd av heimasætunni tekin milli jóla og nýárs

Högskolepedagogik för handledare

Loksins er kúrsinn búinn. Búið að vera mikið að gera þessa haustönn en núna eftir á að hyggja var það þess virði. Nú er ég ótrúlega ánægð að ég skellti mér í þetta :) Ein af lestrar-stundunum í haust Dimma hélt mér selskap :)